Saga - 1972, Side 30
28
GUNNAR KARLSSON
þörf, þrátt fyrir það, ef sérstaklega stóð á. Ef maður lenti
í fjandskap við menn nákomna goða sínum, eins og Álfur
Örnólfsson, ef maður mægðist öðrum goða, ef maður
færði bústað sinn innan sama landshluta, þá var eðli-
legt, að hver fengi að ráða, hvort hann kysi að færa þing-
festi sína.
1 öðru lagi hafa aðrir þættir, sem ráðið gátu þingfesti,
hinn arfgengi og hinn staðbundni, haft áhrif á þetta og
hindrað frjálst val bænda.
Það hefur oft komið af sjálfu sér, að þingfesti gengi
að erfðum, þannig að sonur gengi inn í sama goðorð og
faðir, enda hlutu börn bænda að hafa sömu þingfesti og
feður þeirra, meðan þau voru í föðurgarði.71 Ætla má,
að það hafi verið álitin misgerð við goða að segja sig úr
þingi hans, og hafi því eitthvað sérstakt þurft að gerast,
til þess að menn gripu til þess. Flestir kannast við, hvert
tilfinningamál það getur verið, ef menn fara á milli stjórn-
málaflokka nú, og er þó fylgi við þá ætlað að byggjast á
frjálsu vali.
Finna má dæmi þess, að erfðavenja ráði ekki þingfesti.
Hér er áður sagt frá bræðrum tveim norðanlands, og var
annar þeirra þingmaður Þorvarðs Þorgeirssonar, en hinn
þingmaður önundar Þorkelssonar.72 f þessu tilviki hefur
annar af einhverjum ástæðum lent í annarri þingfesti en
faðir þeirra. En líklegra þykir mér, að hér sé um undan-
tekningu að ræða. Goðorðin voru sjálf í meginatriðum arf-
geng, og líklegast er, að svo hafi oftast verið um þing-
festi bænda einnig.
Greinilegt er, að mannaforráð goða voru ekki algjör-
lega staðbundin á 12. öld í þeim skilningi, að þingmanna-
hópur goða myndaði allur samfellda byggð, þar sem engir
aðrir bjuggu. Hér hefur nýlega verið minnzt á þingmenn
Oddaverja á Vesturlandi. Hafliði Másson á Breiðaból-
stað í Vesturhópi átti þingmann í Ávík norður undir Tré-
kyllisvík á Ströndum, en raunar annaðist hann reka, sem
Hafliði átti norður þar.73 Þorleifur beiskaldi í Hítardal