Saga - 1972, Page 31
GOÐAR OG BÆNDUR
29
atti þingmann í Galtardalstungu á Fellsströnd, frænda
sinn að vísu,74 en landfræðilega hefði hann auðvitað átt
nð tilheyra goðorði Hvamm-Sturlu. Bændur tveir á Brekk-
um í Ólafsfirði (sem nú heita ósbrekka og Skeggjabrekka)
v°ru hvor í sínu goðorði. Annar var þingmaður Guðmund-
ar dýra á Bakka í Öxnadal, en hinn þingmaður Önundar
Þorkelssonar í Lönguhlíð í Hörgárdal.75 Um Guðmund
dýra segir í sögu hans:76 „Guðmundr átti fjölða þing-
manna út um Svarfaðardal . . .“ Væri ekki tekið svo til
orða, ef það hefði verið ófrávíkjanleg venja, að þing-
mannahópur goða myndaði samfellda byggð.
Hins vegar kemur ýmislegt annað til, sem sýnir, að
mannaforráð goða voru að verulegu leyti bundin við
ákveðin svæði. Þegar Einari á Staðarhóli brást héraðs-
stjórnin, sem áður er getið, „tóku þá margir, þeir er mikit
þóttust at sér eiga, at ráða sér til eigna í aðra staði, þar
sem þeim þótti sér helzt trausts at ván.“77 Ráð þessara
manna var ekki að skipta um þingfesti, enda hefði það
komið að litlu haldi. Ef flokki illræðismanna er liðið að
hafast við í Saurbæ eða á Skarðsströnd, er enginn óhultur
þar, hvort sem hann er þingmaður Einars á Staðarhóli
eða Sturlu í Hvammi. Meðan enginn annar en Einar
hefur tök á eða vilja til að halda uppi lögreglustjórn á
þessum slóðum, eru menn neyddir til að hlíta vernd hans
eða flytja í brott annars. Og búferlaflutningar hafa verið
neyðarúrræði, sem fáir hafa gripið til fyrr en í fulla
hnefana. Þannig má ætla, að goðar hafi átt sér visst
áhrifasvæði, þar sem treyst var á vernd þeirra og ekki
til annarra að leita.
Áhrifasvæði goða hefur ekki aðeins skipt máli vegna
verndar hans yfir þingmönnum, heldur einnig vegna ör-
yggis goðans. 1 Hrafns sögu er dæmi, sem getur átt við
hvort tveggja. Þar segir, að Hrafn hafi amazt við því, að
Loftur Markússon frá Saurbæ settist að á Mýrum í Dýra-
firði. Sagan skýrir þetta annars vegar með því, að Hrafn
hafi átt forkaupsrétt á Mýralandi, hins vegar með því, að