Saga - 1972, Síða 32
30
GUNNAR KARLSSON
Loftur hafi verið „hávaðamaðr mikill ok ódæll“ og þing-
mönnum Hrafns litizt illa á nábýli við hann.7 8 En þegar við
vitum, að Markús, faðir Lofts, hafði verið þingmaður Jóns
Loftssonar, eins og áður getur, og síðar kemur fram, að
Loftur fluttist suður á land og réðst undir áraburð Odda-
verja,79 þá hlýtur að vakna grunur um, að Hrafn hafi í
rauninni ekki kært sig um að fá ríkan þingmann annars
goða í Dýrafjörð.
Þetta kemur þó skýrar fram, ef við athugum veldi Sturlu
í Hvammi. Eitt sinn fór Þorleifur beiskaldi stefnuför að
Hvammi og gisti á leiðinni í Ásgarði, hjá Bjarna bónda
Steinssyni. Litlu síðar heimsótti Sturla Bjarna:80
Sturla kvaddi hann út ok mælti: „Þat ætla ek,“ segir
hann, „at vit munim skilja verða nábúðina," — ok
kveðst eigi vilja, at oftar ætti óvinir hans heimilan gist-
ingarstað í Ásgarði, þá er þeir færi slíkar óspektarferð-
ir, ok kvað annan hvárn þeira færa mundu verða bú-
staðinn. Síðan reið Sturla heim.
En Bjarni seldi landit Erlendi presti Hallasyni.
Erlendur prestur var ekki þingmaður Sturlu, heldur Ein-
ars Þorgilssonar. Með honum var og í Ásgarði Snorri
Gufu-Hallsson, sem var vinur Einars. Sturla grunaði þá
um mótgang við sig, og varð brátt f jandskapur þar á milli.
Lauk þeim málum með gerð, sem sagan segir ekki frá
öðruvísi en svo:81 „Þá varð sætt, ok tók sinn mann hvárr
til gerðar. Eftir þat brá Erlendr prestr búi, en Snorri
fór á Skarfsstaði.“
Hér er ljóst, að Sturla í Hvammi líður ekki í næsta
nágrenni sínu aðra bændur en þá, sem hann þykist geta
treyst. Það er að vísu ekki víst, að goðar hafi alltaf geng-
ið fast eftir, að nágrannar þeirra væru í þingi með þeim.
En þegar goði tók sér rétt til að reka þá brott úr nágrenni
sínu, sem hann taldi sér ótrygga, hefur rétturinn til að
ráða þingfesti sinni verið lítils virði, ef eitthvað verulegt
var í húfi.