Saga - 1972, Blaðsíða 34
32
GUNNAR KARLSSON
Þótt hér hafi verið gert heldur lítið úr sjálfstæði bænda
gagnvart goðorðsmönnum, má ekki gleyma því, að goðar
urðu að taka nokkurt tillit til þingmanna sinna. Má benda
á ýmis merki þess í heimildum, en hér verður aðeins nefnd
ein saga, sem sýnir þetta glöggt. Þórir hét maður, sem
hélzt við í Saurbæ, og var kallaður bæði þjófóttur og fjöl-
kunnugur. Hann særði mann til ólífis, var tekinn og færð-
ur að Hvoli í Saurbæ, og átti að taka hann af. Einar Þor-
gilsson þóttist vanda bundinn við manninn og vildi leysa
hann. Fyrir svörum varð Helgi prestur Skeljungsson:85
„Prestr kvað mundu mál manna, at of frekt væri at gengit,
ef þeir tæki hann í brott, ok kvað meðallagi ráðligt at
hefja svá virðing sína um vændismenn at gera góða menn
sér at óvinum."
Prestur hlýtur hér að hafa í huga einhverja ákveðna
hættu fyrir goðann. Alls óvíst er þó, að hún hafi að veru-
legu leyti verið fólgin í því, að bændur færðu þingfesti
sína. Að því einu var lítið gagn, eins og áður er rakið. En
til þess að goði gæti komið nokkrum málum fram, þurfti
hann að eiga víst fylgi nágranna sinna til herferða. Ætti
hann í deilum, þurfti sveitin í kringum hann að mynda
varðsveit og njósnahring. Goðorðsmenn 12. aldar höfðu
ekki bolmagn til að halda fastaheri, og varnartækni í
hernaði var mjög ófullkomin. Sögurnar frá 12. öld veita
mjög rýra vitneskju um liðsöfnun goðorðsmanna, hver tök
þeir höfðu á að safna bændum til liðs við sig og hvaða
ráðum þeir beittu til þess. Yfirleitt virðist gengið út frá
því sem sjálfsögðu, að goðar fái lið þingmanna sinna, er
þeir þurfa. Það er líklegasta skýringin á því, hve fáorðar
sögurnar eru um þetta efni. Til hins sama benda líklega
orð Eyrbyggju (þótt „nú“ eigi þar sjálfsagt við nokkru
síðari tíma) :86 „Til hofsins skyldu allir menn tolla gjalda
ok vera skyldir hofgoðanum til allra ferða, sem nú eru
þingmenn hpfðingjum . . .“ Nærri má þó geta, að fylgi
bænda hefur getað brugðizt, ef persónulegt samband goða
og þingmanna rofnaði, enda gátu aðrar skyldur togazt á