Saga - 1972, Page 35
GOÐAR OG BÆNDUR
33
við skyldurnar við goðann. Líklega hefur goðinn átt meira
a hættu að missa virkan stuðning þingmanna sinna en
missa þá úr þingmannasveit sinni með öllu.
Eins og kunnugt er, féllu goðorðin smátt og smátt í
hendur fárra stórhöfðingja, örast á fyrstu áratugum 13.
aldar.si Til grundvallar þessari grein liggur ekki sérstök
könnun á þeirri þróun, en í ljósi þess, sem hér hefur verið
tekið til athugunar, virðist líklegt, að skortur á virkum
stuðningi þingmanna við minni háttar goðorðsmenn hafi
valdið miklu um hana. Ríkustu höfðingjar hafa aukið
ahrifasvæði sitt, svo að þingmönnum annarra goða varð
nauðsynlegra að taka tillit til þeirra en sinna eigin goða.
^á gat verið betra fyrir magnminni goða að gefa goðorð
sitt í heilu lagi og hljóta svo forréttindaaðstöðu hjá stór-
höfðingja en að halda uppi því mannaforráði, sem lítið
var orðið annað en nafnið eitt. Þannig má ætla, að bændur
hafi getað eyðilagt mannaforráð goða síns, en hæpið er, að
Það hafi nokkru sinni gerzt svo, að hægt sé að tala um
irjálst val af bænda hálfu.
Niðurstaða mín verður því sú, að þingfesti bænda í goð-
°i'ðum hafi að miklu leyti markazt af arfgengri venju,
eri stöku sinnum af frjálsu vali bænda, en raunveruleg
^iannaforráð goðorðsmanna hafi að mestu verið tengd
landsvæðinu í nágrenni hvers og eins. Langoftast mun
þetta svo allt hafa komið í einn stað niður. Flestir bændur
hafa tekið þingfesti að erfðum, búið á áhrifasvæði sama
?oða og feður þeirra og kosið að hallast að honum. Þegar.
ttienn stóðu ekki undir vernd og forsjá ríkisvalds, eins og
við höfum vanizt, hefur öryggi haft meira gildi en frelsi.
Þetta stjórnarform hefur sennilega stöku sinnum getað
Sefið almenningi meira frelsi en mun hafa tíðkazt í flest-
um Evrópulöndum á þessum tíma. Á hinn bóginn er það
ákaflega frumstætt á okkar mælikvarða. Auðveldlega
&at myndazt togstreita milli persónulegs trúnaðarsam-
bands goða og þingmanna annars vegar og staðbund-
rös stjórnhlutverks goða hins vegar. Hér að framan
3