Saga - 1972, Page 36
34
GUNNAR KARLSSON
hafa verið rakin allmörg dæmi um árekstra manna á milli
á 12. öld, og mætti túlka mörg þeirra sem afleiðingar
slíkrar togstreitu. Það má því segja, að stjórnkerfið hafi
sjálft skapað þá ófriðarhættu, sem það hélzt við á.
IV. Goöavald sögualdar.
Nú mætti halda því fram, að mynd sú af sambandi goða
og þingmanna, sem blasir við í elztu sögum Sturlungu, eigi
eingöngu við sérstaka ófriðartíma á síðari hluta 12. aldar
og geti ekki frætt okkur neitt um eldri tíma. Sú virðist
raunar hugmynd Einars Ól. Sveinssonar; hann viðurkenn-
ir, að tök höfðingja á þingmönnum sínum hafi aukizt á
ófriðartímum og lýðræði meðal bænda þannig minnkað.
Þetta er skynsamlegt sjónarmið, ef gert er ráð fyrir,
að hér hafi einhvern tíma verið slíkur friður á þjóðveldis-
öld, að bændur og goðar þyrftu ekki á gagnkvæmum stuðn-
ingi að halda. Lengi hefur verið talað um friðaröld á Is-
landi frá því snemma á 11. öld og fram undir miðja 12.
öld. Konrad Maurer kallar þennan tíma „die gliicklichste
Periode des islándischen Freistaates“,88 og aðrir íslands-
söguhöfundar hafa að jafnaði fylgt svipaðri skoðun.89
Helztu rökin fyrir tilvist þessarar friðaraldar munu ann-
ars vegar vera þau, að lítið er greint frá ófriði í sögum
frá þessum tíma. Hins vegar eru svo orð Kristni sögu:90
„Gizurr biskup friðaði svá vel landit, at þá urðu engar
stórdeilur með höfðíngjum, en vápnaburðr lagðist mjök
niðr.“ Auðvitað verða litlar ályktanir dregnar af því einu
sér, þótt ekki hafi varðveitzt sögur af ófriði þessa tíma.
Frásagnarheimildir um hann eru aðallega biskupasögur,
og þær segja eðlilega fremur frá öðru en erjum veraldar-
höfðingja og bænda. Hér er hætt við, að heimildirnar hafi
valið noklíuð einhliða fyrir sagnfræðinga síðari tíma.
Mikið söguefni getur lent utan bókfellsins, jafnvel hjá
ritglaðri þjóð. Til dæmis segir Hungurvaka, að margir