Saga - 1972, Blaðsíða 37
GOÐAR OG BÆNDUR
35
menn hafi lagzt í víking og tekið til mörg endemi á dögum
Isleifs biskups.91 En um þá atburði hafa engar aðrar heim-
ildir varðveitzt. Varðandi orð Kristni sögu má benda á,
að jafnvel þótt þau séu tekin trúanleg og ekki skilin sem
hól eitt um Gizur biskup, þá segja þau lítið meira en það,
að ekki hafi verið stórdeilur með höfðingjum á borð við
deilur Þorgils og Hafliða, sem hófust skömmu eftir dauða
Gizurar. Þau útiloka engan veginn smáerjur eins og þær,
sem til dæmis segir mest frá í Sturlu sögu og Guðmundar
sögu dýra.
I rauninni svipar þessum smáerjum 12. aldarinnar mjög
iil þeirra atburða, sem fylla margar íslendingasögur. Ef
við gerum ráð fyrir, að Islendingasögur þær, sem trúverð-
ugast yfirbragð hafa — eins og t. d. Eyrbyggja —, veiti
nokkuð sanna mynd af þjóðfélagsháttum fyrir og um 1000,
þá er óneitanlega einfaldast að gera ráð fyrir, að sá sí-
felldi smáófriður, sem þær segja frá, hafi haldizt óslit-
ið með líkum hætti fram á þann tíma, sem Sturlunga nær
til- Og sé það viðurkennt, er varla sérstök ástæða til að
efa, að ófriðurinn og ófriðarhættan hafi verið það band,
sem sterkast batt saman goða og þingmenn þeirra, svo
tengi sem nokkur leið er að gera sér hugmynd um. Hlut-
verk goða í heiðnum trúariðkunum og uppruni goðavalds
er hins vegar annað mál, sem nálgast verður eftir öðrum
ieiðum, ef þær eru þá einhverjar til.
Til grundvallar þessari grein liggur engin athugun á
Soðavaldi í Islendingasögum. En mig grunar, að hún myndi
leiða í ljós ástand nokkuð svipað því, sem kemur fram í
elztu sögum Sturlungu. Konrad Maurer studdist mikið við
Islendingasögur, þar sem vitnisburð laganna þraut. Mynd
hans af héraðsstjórn goða er í meginatriðum hin sama og
komið hefur fram í þessari athugun á elztu sögum Sturl-
Uagu. Varðandi aðstöðu bænda gagnvart goðum hefur
Maurer eindregnast þeirra, sem hér hefur verið vitnað til,
óregið fram annmarka þess að nota sér lagaákvæði um
frjálsa þingfesti. Lýsingu hans á raunverulegum rétti