Saga - 1972, Page 38
36
GUNNAR KARLSSON
bænda svipar meira til þess, sem ég þykist hafa leitt af
Sturlungu en lýsingu íslenzkra sagnfræðinga 20. aldar, sem
sýnilega hafa sótt heimildir meira í löggjöfina.
Og hvaða Islendingasögur eru það, sem mest kunna að
segja frá frelsi bænda gagnvart goða sínum? Njáls saga
segir, að menn hafi sagt sig úr þingi Marðar Valgarðs-
sonar og í þing með Höskuldi Hvítanessgoða.92 Banda-
manna saga segir, að menn hafi streymt í goðorð Odds
Ófeigssonar, því að allir hafi verið fúsir til hans.93 1
Hrafnkels sögu kallar Sámur saman fyrrverandi þing-
menn Hrafnkels og býðst til að verða yfirmaður þeirra.94
Allar eru þessar sögur taldar með yngri Islendingasögum
og mjög óáreiðanlegar heimildir. Kann það ekki að vera
svo, að það séu einkum ungar Islendingasögur, sem gera
ráð fyrir frjálsu goðavali? 1 því geta þær bæði stuðzt við
lögin og höfðingjaval bænda á 13. öld (sem kemur að í
næsta kafla), þar sem þekkingu á raunverulegu goðavaldi
skortir. Þetta er ekki sett fram sem niðurstaða, heldur
nefnt þeim til athugunar, sem þekkja Islendingasögur og
vöxt í rómantík þeirra betur en ég.
Sé það rétt til getið, að elztu Islendingasögur og elztu
sögur Sturlungu gefi í aðalatriðum sömu mynd af tengsl-
um goða og bænda, eru tveir kostir fyrir hendi. Annar er
sá, að Islendingasögur séu heimildir um þann tíma, er
atburðir þeirra gerast, um söguöldina, og leiðir þá af því,
að þessi tengsl hafi að mestu verið hin sömu síðan þá og
fram á 12. öld. Hinn kosturinn er sá, að mynd íslendinga-
sagna sé sótt til samtíðar höfunda þeirra eða næstu kyn-
slóðar á undan. Þá eru þær heimildir um sama tíma og
elztu sögur Sturlungu og bæta litlu við vitneskju okkar
um þessi efni. Sé svo, eigum við svotil engar heimildir
um viðfangsefni okkar fyrr en frá 12. öld og verðum að
láta okkur nægja þann vitnisburð, sem þær veita. Það er
þá álitamál, hversu langt má álykta frá þeim til fortíð-
arinnar, en þegar því sleppir, verðum við að viðurkenna
vanþekkingu okkar.