Saga - 1972, Page 39
GOÐAR OG BÆNDUR
37
V. Goðorðsmenn og stórbændur 13. aldar.
Hér er ekki ætlunin að gera rækilega úttekt á höfðingja-
veldi 13. aldar. En varla verður gengið þegjandi framhjá
nokkrum merkilegum vitnisburðum um sjálfstæði bænda
gagnvart höfðingjum á þeim tíma, og gefur það tilefni til
að rekja nokkuð einn þátt í þróun höfðingjavaldsins á 13.
öld.
Eftir dauða Kolbeins unga 1245 var Brandur Kolbeins-
son, frændi hans, kosinn yfir Norðurland vestan öxna-
dalsheiðar á fjölmennum fundi. Hafði Kolbeinn þó gefið
honum ríki sitt og lýst yfir því, að hann hefði raunar
átt mikinn hluta goðorðanna.95 Gizur Þorvaldsson kom til
Skagafjarðar árið 1252 með konungsbréf fyrir héraðinu,
en eitt fyrsta verk hans þar var að stefna saman fjöl-
ttiennum fundi og fá samþykki bænda.96 Konungur hafði
veitt Þorgilsi skarða Borgarfjörð á sama hátt. Hann
stefndi einnig saman fundi, en fékk loðin svör um við-
töku.97 Þorgils mun hafa skilið, að sér yrði ekki vært í
höfðingjasæti þar, og strax veturinn eftir hélt hann norð-
Ur í Skagafjörð og leitaði hófanna um viðtöku þar. Að-
ferðin var enn sú að stefna héraðsmönnum á fund, en
engar ákvarðanir voru þar teknar.98 Þegar Gizur Þor-
valdsson neyddist til að fara utan á konungsfund 1254,
setti hann Odd Þórarinsson yfir Norðurland vestanvert.
Hvergi kemur fram annað en bændur hafi verið ánægðir
Bíeð þá ráðstöfun, og þurfti þó tvo fundi í Skagafirði, áður
eo fullráðið væri að taka við Oddi.99 1 sáttaumleitunum
Hrafns Oddssonar og Eyjólfs ofsa Þorsteinssonar við
^orgils skarða setti Þorgils það að skilyrði, að þeir létu
sér eftir Skagafjörð. „Ok því játtu þeir, ef þat væri sam-
bykki biskups ok bænda, enda fengi þeir stökkt Oddi ór
heraði eða drepit hann.“100 Eftir Þverárbardaga 1255,
Þsr sem Eyjólfur Þorsteinsson féll, ætluðu sigurvegar-
arnir að skipta svo með sér, að Þorvarður Þórarinsson