Saga - 1972, Page 40
38
GUNNAR KARLSSON
fengi Eyjafjörð, en Þorgils skarði Skagafjörð. Þorvarður
hélt fund með bændum í Eyjafirði, en fékk algjört afsvar.
Einn maður, Þorvarður Þórðarson í Saurbæ, kvað upp úr
um, að bezt væri að hafa engan höfðingja. Síðan var haldið
vestur í Skagafjörð og enn haldinn fundur. Broddi Þor-
leifsson á Hofi svaraði, að hann vildi helzt þjóna Þorgilsi
af öllum höfðingjum, en betra væri að þjóna engum. 1
sama mund komu boð um, að Þorgils væri bannfærður
af biskupi, og synjuðu bændur þá allri viðtöku.101 Seinna
um haustið fékk Þorgils þó skagfirzka bændur til þess á
fundi að taka við sér sem höfðingja, og hélt síðan marga
fundi með bændum til að tryggja sér sem bezt samþykki
þeirra.102 En Þorvarður fór þingum um Eyjafjörð og
fékk enga viðtöku.103
Yfirleitt munu þessir menn hafa þótzt hafa einhverjar
löglegar heimildir á þeim héruðum, sem þeir leituðu yfir-
ráða yfir, þótt þær gætu verið misjafnlega öruggar. Samt
virðist það nokkuð almennt viðurkennd regla á þessum
tíma, að menn geti ekki tekið við mannaforráðum í hér-
aði án þess að fá til þess samþykki bænda. Var það að
jafnaði gert með því að kalla saman héraðsfundi. Og hér
er ekki aðeins formregla á ferðinni, bændur gátu synjað
um samþykki sitt.
Nú mun því yfirleitt hafa verið haldið fram og það
með gildum rökum, að rétti bænda gagnvart höfðingjum
hafi hrakað í ófriði 13. aldar. Mannaforráðum voru sett
staðbundin takmörk. Bændur voru neyddir til að gjalda
höfðingjum tolla, sem engar heimildir eru til í lögum.
Höfðingjar brutust stundum til valda með harðræði án
nokkurs löglegs tilkalls og bundu bændur trúnaðareið-
um.104 Þau dæmi sem hér hafa verið nefnd um raunveru-
legt samþykktarvald bænda á síðari hluta 13. aldar kynnu
að líta út sem leifar af fornu sjálfstæði þeirra, og menn
gætu spurt: Hver hefur þá verið réttur bænda, meðan
höfðingjar voru smærri og meiri friður í landi? Það