Saga - 1972, Síða 41
GOÐAR OG BÆNDUR
39
virðist raunar vaka fyrir Einari Ól. Sveinssyni, er hann
iýsir vaxandi drottnunargirnd höfðingja og segir svo:105
» ■ • . en alltaf heyrist þó við og við rödd þingmanna, sem
vilja ráða, hverjum þeir hlýði.“ Sigurður Nordal nefnir
einnig ummæli bændanna tveggja um, að þeir vildu helzt
engan höfðingja hafa, og telur þau „sýna rótgróinn sjálf-
ræðishug bænda, sem meira hafi verið til af en venjulega
var látið uppi.“106
Ég hygg, að þetta sé misskilningur, hér sé ekki á ferð-
lnni leifar forns sjálfræðis bænda, heldur nýr réttur,
sprottinn af sérstökum aðstæðum Sturlungaaldar. Sam-
bykktarvald bænda á sér heldur enga stoð í lögum, ef mað-
nr þóttist á annað borð hafa löglegt tilkall til goðorðs. Hér
er eitthvað nýtt á ferðinni.
Á 13. öld varð það mjög algengt, sem líklega hefur ekki
tíðkazt mikið áður, að menn sæktust eftir yfirráðum
annars staðar en þar, sem ætt þeirra stóð, nema þá að
litlu leyti. Hefðbundið samband bænda við goðorðsmanna-
ætt var þá rofið, og gat það eðlilega leitt til tregðu að
lúta valdi höfðingjans. Þetta kemur fram strax, þegar
Sighvatur Sturluson komst til valda í Eyjafirði á öðrum
tug 13. aldar:107 „1 þenna tíma váru í Eyjafirði margir
stórbændr, ok ýfðust þeir heldr við Sighvat. Þótti þeim
hann eiga þar hvárki í heraði erfðir né óðul.“
Þetta skýrir mikið, en ekki allt. Hefði héraðshöfðinginn
tyllt verulega brýna þörf, væri ekki við því að búast, að
utanaðkomandi höfðingjaefni af tignum ættum væri hafn-
að, án þess að annar væri valinn um leið, og þá kæmi varla
uPp sú hugmynd, að bezt væri að hafa engan höfðingja.
Til eru einnig merki um furðu mikið sjálfstæði bænda
Segn höfðingjum af viðurkenndum innanhéraðsættum.
•^egar Gizur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi ginntu Órækju
Snorrason yfir Hvítárbrú sumarið 1242, voru nokkrir
bændur í liði Kolbeins, sem ofbauð svo svikin, að þeir buð-
ust til að berjast með Órækju. Sumir þeirra voru að vísu