Saga - 1972, Blaðsíða 43
GOÐAR OG BÆNDUR
41
ferðum Þórðar segir oftar en einu sinni frá því, að hann
ráðgaðist við hina beztu menn, hvert skyldi halda.116
Einhverntíma var Þórður á flótta undan Kolbeini unga
vestur á Mýrum, og var þá sagt við hann:117 „ . . . nú flýr
öll alþýða, en inir betri menn munu eigi frá yðr ríða.“
^egar Þói’ður bjó á Mýrum í Dýrafirði, segir frá því, að
f.at jólum bauð hann til sín öllum [inum] beztum mönnum
0r Vestfjörðum.“118 Þegar segir frá mannfalli í Haugs-
nessbardaga 1246, eru taldir upp fimm „inir beztu bændr“,
sem féllu úr Eyjafirði, en fjórir tugir er sagt að félli úr
liði Þórðar alls.119 Loks má nefna veizlu Þorgils skarða í
Skagafirði haustið 1256:120 „Bauð hann þá til sín flestum
heraðsbóndum inum beztum.“ Beztu menn eru líklega ekki
eingöngu bændur, fastir fylgdarmenn höfðingja hafa sjálf-
Sagt getað talizt til þeirra líka, en af þessum dæmum er
Ijóst, að einhver hluti bændastéttarinnar er kallaður betri
e° annar, og vafalaust er það að mestu sami hlutinn og
Sa, sem kallaður er stærri bændur.
I liðveizlubænum höfðingja á 13. öld má einnig sjá bein
^erki þess, að einstakir menn úr bændastétt hafa haft
á bændum í nágrenni sínu. Gísli Markússon í Saur-
hæ á Rauðasandi lofar Þórði kakala að „hvetja alþýðu,
þá er ek má orðum við koma, ok ætla ek þat skulu mikit
stoða/'isi Um föður Gísla segir í Hrafns sögu: 122
>,Markús var eigi goðorðsmaðr, ok var þó með öllu ríkr
1 héraði sínu.“ Ásgrímur Bergþórsson á Kallaðarnesi í
Steingrímsfirði neitaði hins vegar að veita Þórði, og segir
sagan:193 ;jDrógu allir sik undan, þá er þeir vissu, at Ás-
gri"mr myndi heima sitja.“ Þegar Þorgils skarði leitaði
hðveizlu í Skagafirði sumarið 1255, fór hann til Brodda
Þorleifssonar á Hofi, en hann færðist undan. Síðan fór
hann að Viðvík til Ásbjarnar Illugasonar, mágs síns, en
hann taldist undan og sagði :124 „ ... eða hví er Broddi eigi
hér kominn? Eru þar ráð bóndanna allra, er Broddi er.“
Stundum kemur fyrir, að einungis stórbændur eru
öefndir, þegar sagt er frá liðsafnaði. Vorið 1244 segir