Saga - 1972, Side 44
42
GUNNAR KARLSSON
frá, að Kolbeinn ungi safnar liði gegn Sturlungum:125
„Kom norðan [o: úr Eyjafirði] Hallr af Möðruvöllum,
Þorvarðr Þórðarson ór Saurbæ, Þorvarðr örnólfsson ór
Miklagarði, Guðmundr Gíslsson undan Hvassafelli.“ Það
hefði ekki verið frásagnarverður liðsauki, ef þessir menn
hefðu komið einir, þeir hljóta að vera nefndir sem for-
ingjar, enda eru þetta þekktir stórbændur. Hér eru komnir
tveir þeirra bænda, sem Þorvarður Þórarinsson leitaði til
á fundinum í Eyjafirði 1255, og faðir hins þriðja. Og einn
þessara manna, Guðmundur Gíslsson, var meðal þeirra,
sem buðust til að berjast með órækju við Hvítárbrú 1242,
sem áður getur.
Enn má bæta við einu dæmi, sem sýnir nokkuð mikil-
vægi stórbænda, og segir þar frá skiptum Þórðar kakala
við Eyfirðinga árið 1246:12G „Þat er sagt, at inn fjórða
dag páska átti Þórðr fund á Grund við alla bændr þar
í heraði nema Hall á Möðruvöllum, því at hann var þá
heimamaðr í Bæ suðr.“ Engum getur dottið í hug, að Hall
hafi einan eyfirzkra bænda vantað á fundinn. Þegar sagan
segir „alla bændr“, er átt við alla, sem máli skiptu, þ. e.
alla stórbændur; það er svo sjálfsagt, að söguhöfundur
þarf ekki að taka það fram.
Af framansögðu virðist ljóst, að á þessum tíma er upp
komin í sveitum lagskipting meðal bænda, þar sem sér-
stakir stórbændur hafa forystu fyrir minni bændum og
ráða miklu um það, hvaða afstöðu héraðsbúar taka til
þeirra stórhöfðingja, sem krefjast goðorðsvalda. Ekki
verður rakið náið, hvenær þessi lagskipting hefur orðið
til, eða hvort hún hefur náð jafnt um allt land, en hún
er að minnsta kosti orðin mjög skýr á Norðurlandi og
Vestfjörðum um miðja 13. öld. Enginn slíkur stórbóndi
komst svo hátt, að rituð væri af honum saga. Vantar því
mjög heimildir um tengsl þeirra við almenna bændur. Auð-
séð er samt, að þeim hefur svipað nokkuð til sambands
goða og þingmanna áður. Má gizka á, að stórbændur hafi
einkum valizt til forystu í sveitum, eftir að goðorðsmenn