Saga - 1972, Page 45
GOÐAR OG BÆNDUR
43
voru orðnir mjög fáir og veldi hvers og eins náði yfir
heila landshluta. Héruð gátu jafnvel orðið höfðingjalaus
með öllu um skeið. Bændur hafa þarfnazt manna, sem
v°ru tiltækir til að halda uppi reglu í litlum sveitum og
skera úr litlum ágreiningsmálum og gátu samstillt afstöðu
bænda til þeirra ættgöfugu höfðingja, sem komu stöku
sinnum og kröfðust mannaforráða. 1 valdabaráttu sinni
höfðu goðorðsmenn brugðizt hlutverki sínu við bænda-
samfélagið, en það hafði bætt sér það upp með nýrri félags-
skipun utan við alla formlega stjórnskipun. Hinir nýju
foringjar bænda urðu býsna djarfmæltir við höfðingja
stundum, af því að þeir vissu sig hafa í höndum lykil-
mn að héraðsvöldum, og í framhaldi af því kemur eðlilega
UPP sú hugmynd, að bezt sé að hafa engan höfðingja.
Handhafar goðavaldsins eru orðnir óþarfir í héruðum, og
af þeim geta meira að segja stafað vandræði. Það er
einkum tvennt, sem bændur hafa á móti höfðingjum.
f fyrsta lagi flytja stórhöfðingjar með sér ófrið. Sá
aðili, sem fyrr hafði einkum það hlutverk að halda uppi
friði, er nú orðinn vandamál vegna þeirrar ófriðarhættu,
sem honum fylgir. Þegar Þorgils skarði var norður í
Skagafirði veturinn 1252—53, segir frá því, að „sumir
heiddu þess, at Þorgils riði af heraðinu, ok þótti sem eigi
^nyndi á gengit heraðit, ef hann væri eigi þar.“127 Þegar
Eyfirðingar synjuðu Þorvarði Þórarinssyni um viðtöku
1255, báru þeir meðal annars fyrir sig, að hann væri „inn
mesti ofsamaðr . . ,“128
I öðru lagi var uppihald höfðingja mikill fjárhagslegur
baggi á bændum. Eitt skýrasta dæmið um féleysi höfð-
lngja er fátæktarbasl Þorgils skarða alla tíð, unz hann
náði fótfestu í Skagafirði. Þegar hann kom til Borgar-
fjarðar fyrst 1252, var kirkjubúið í Reykholti rýmt fyrir
honum.129 Síðan var lögð á bændur sauðakvöð í hérað-
inu.130 Haukur nokkur á Álftanesi hafði lagzt gegn því,
að Þorgilsi yrði játað yfirráðum yfir héraðinu, fyrr en
Hrafn Oddsson og Sturla Þórðarson væru til kvaddir.