Saga - 1972, Qupperneq 46
44
GUNNAR KARLSSON
Þetta notaði Þorgils sem tækifæri til að fjandskapast
við Hauk og neyða út úr honum malt og korn.131 Vetur-
inn eftir, er Þorgils var norður í Skagafirði, varð óánægja
með bændum vegna þess kostnaðar, sem af honum stóð.132
Vorið 1253 leystist búið í Reykholti upp vegna vistaleysis,
en Þorgils fluttist þá vestur á Stað á Ölduhrygg. Kol-
grímur í Bjarnarhöfn lagði honum til fimm kúgildi, og
stefnt var saman fundi til að biðja bændur að lána Þor-
gilsi kúgildi.133 Þegar Skagfirðingar loks tóku við Þor-
gilsi, var ein mótbára bænda gegn honum, að „mikinn
kostnað mundu af honum leiða, þar sem hann var kominn
með tvær hendr tómar.“ Og um leið og samþykkt var að
taka við honum, var lögð á sauðakvöð um allt vestanvert
Norðurland.134
Þetta er aðeins eitt af skýrustu dæmunum um það,
hvernig höfðingjar lágu uppi á bændum, en fleiri mætti
nefna. Þórður kakali virðist ekki hafa verið miklu bet-
ur settur, er hann var að berjast til valda á árunum
1242—45. Þegar þeir Þórður og Kolbeinn sömdu um að
fara báðir utan og láta konung gera um mál sín árið
1245, þá varð að tilskilja 1 sættinni, að Kolbeinn fengi
Þórði fararefni.135 Það kemur einnig fram í skiptum Ey-
firðinga við Þorvarð Þórarinsson, að þeir vildu ekki taka
við honum, því hann væri „févani mjök“,136 og hafa þeir
vitað, að yfirráðum hans myndu fylgja álögur.
Gegn tregðu bænda af þessum sökum virðast höfðingj-
ar einkum hafa haft tvenns konar vopn. Annars vegar var
tign þeirra og ættgöfgi, hins vegar beint hervald. Merki
um hvort tveggja má finna í ummælum Brodda á Hofi,
er hann mælti með Þorgilsi skarða til höfðingja í Skaga-
firði. Fyrst árið 1252:137 „Broddi bað menn minnast á
ástúð þá, er menn höfðu haft við Kolbein unga, ok kveðst
oft heyrt hafa, at menn vildi þann höfðingja, at af ætt
Kolbeins væri. „Er nú þess kostr," segir hann.“ Seinna,
þegar loks er tekið við Þorgilsi, er þetta haft eftir
Brodda:138 „Hygg ek,“ segir hann, „at þér munið honum