Saga - 1972, Síða 47
GOÐAR OG BÆNDUR
45
seint af yðr koma.“ Þótt höfðingjar væru þungir á fóðr-
um, gat verið betra að ala þá með friði en búa undir rán-
um þeirra og nauðungarálögum.
I samanburði við þessa félausu stórhöfðingja voru hinir
uyju fyrirmenn bænda stærri bændur, stórbændur, betri
bændur. Það bendir þegar til auðs. Við skulum nú athuga
uanar, hverjir þeir eru, sem hér hafa verið nafngreindir úr
þessum hópi:
Þorvarður Þórðarson, Saurbæ í Eyjafirði.
Hallur Jónsson, Möðruvöllum í Eyjafirði.
Þorvarður Örnólfsson og Örnólfur Þorvarðsson, Mikla-
garði í Eyjafirði.
Gísli Markússon, Saurbæ á Rauðasandi.
Ásgrímur Bergþórsson, Kallaðarnesi (Kaldrananesi) í
Steingrímsfirði.
Broddi Þorleifsson, Hofi á Höfðaströnd.
Guðmundur Gíslsson, Hvassafelli í Eyjafirði.
Enginn þessara manna er náskyldur goðorðsmanni.139
Hins vegar er það auðséð, að margir þeirra búa á auðugum
kh'kjustöðum. Um það skortir að vísu bagalega handhæga
heimild, en í þessu sambandi nægir að geta þess, að Sveinn
Vikingur telur ábýlisjarðir þessara manna allra meðal
þeirra staða, þar sem líklega hafi orðið sóknarkirkjur
við lögtöku tíundar 1096.140 Þetta bendir eindregið til
þess, að hinir nýju fyrirliðar bænda hafi einkum verið
menn, sem bjuggu á ríkum kirkjustöðum og komust til
áhrifa í krafti auðs síns. Hér virðist á ferðinni nýtt og
vaxandi auðvald, sem vinnur á á kostnað hrörnandi ættar-
v&lds, eða nokkurs konar auðug borgarastétt gegn nokkurs
konar fátækum aðli, svo að notuð séu þekkt hugtök úr
Evrópusögu.
Ekki mun leyfilegt að gera ráð fyrir þessari þróun í
éllum landshlutum jafnt. Sumir goðorðsmenn hafa komið
ser svo vel fyrir á kirkjueignum, að þeir hafa getað sam-
einað það hvort tveggja að vera stórhöfðingjar og stór-