Saga - 1972, Page 51
GOÐAR OG BÆNDUR
49
°fi’iðarhættan, sem gerir goða nauðsynlega í sveitum. Milli
goða og þingmanna var gagnkvæmt samband trúnaðar og
s°ma, þannig að vandræði annars hafa jafnframt að ein-
hverju leyti snert sæmd hins. Þetta minnir mjög á sam-
hand ættingja, enda hefur verið gizkað á, að goðavaldið
hafi komið upp í stað ættasamfélags í heimalandi land-
námsmanna.151
Finna má dæmi þess, að bændur hafi neytt lagaréttar
Slns til að skipta um goða. Hins vegar liggur ekkert fyrir
að þetta hafi verið notað neitt svipað lýðræðislegum
-htrúakosningum, enda hefur skort allt réttaröryggi til
að tryggja það. Eins og hlutverki goða í heimabyggðum
þeirra var varið, hlaut starf þeirra að verulegu leyti að
tengjast ákveðnu svæði, og þótt goði hafi getað átt þing-
^nenn utan þess svæðis, má ætla, að þar sé oftast um arf-
Sengt samband að ræða. En til þess að goði gæti annazt
héraðsstjórn sína, þurfti hann á stuðningi bænda að halda
°g var þannig á vissan hátt mjög háður þeim.
Á síðasta skeiði þjóðveldisins verður gagnger breyting
a þessu kerfi. Goðorðsmönnum fækkar, og þeir verða víða
°stöðugir í sessi vegna innbyrðis átaka og áhrifa norska
konungsvaldsins. Um leið eflist sá hluti bændastéttarinn-
ar> sem getur aflað sér tekna af umráðum kirkjueigna. Þessi
hópur kirkjubænda myndar í sumum landshlutum forystu-
hóp bænda, sem líklega hefur tekið við hlutverki goða í
neimabyggðum og staðið í svipuðum tengslum við bændur
°£ goðarnir höfðu áður gert. Það er þessi hópur forystu-
nianna bænda, sem kemur fram fyrir þeirra hönd gagn-
Vart stórhöfðingjum Sturlungaaldar og heldur því stund-
uni fram, að bezt sé að hafa engan höfðingja.
Einhverjum kann að finnast, að ég hafi dregið upp held-
Ur óapurlega mynd af þjóðfélagi þjóðveldisaldar miðað
Vl® Þnð, sem tíðkazt hefur. Það má vel vera rétt, enda
efur okkur íslendingum hætt dálítið við að sjá þjóðveldis-
óld okkar í nokkuð björtu ljósi. Þetta er að vísu óviðkom-
4