Saga - 1972, Blaðsíða 52
50
GUNNAR KARLSSON
andi sagnfræði í strangasta skilningi, en engin þörf er á
að vera svo strangur, og benda má á tvennt, sem vert er
athugunar í þessu sambandi.
1 fyrsta lagi hlýtur að vera mjög misjafnt, við hvað
menn miða, er þeir tala um tiltölulega mikinn jöfnuð eða
tiltölulega mikinn ójöfnuð bænda og goða. Þótt þýzkum
prófessor um 1900 þyki jöfnuðurinn athyglisverðastur,
en íslenzkum sveitamanni og stúdent á 20. öld verði star-
sýnna á ójöfnuðinn, þarf ekki að vera mikill munur á skoð-
un þeirra á þjóðveldisöldinni. Þar getur aðallega munað
á viðmiðun.
1 öðru lagi má ekki gleyma því, að það kerfi, sem ég
hef reynt að lýsa, hafði líka þær hliðar, sem flestir myndu
vilja kalla bjartar. Bændur þjóðveldisaldar áttu sér nær-
tækt yfirvald, sem þeir þekktu og stóðu í persónulegum
tengslum við. Goðarnir hafa sennilega veitt öryggi gegn
hinum fjarskyldustu hættum, án þess að einskorða sig
við skýrt afmarkað starfssvið. Og þótt fáir bændur hafi
sjálfir valið sér goða, þá hefur það ekki verið neitt böl í
því samfélagi, sem ekki þekkti hugmyndina um fulltrúa-
lýðræði og hafði margt nærtækara og brýnna að berjast
fyrir.
TILVITNANIR
1 Jón Jóhannesson: Islendinga saga I. Þjóðveldisöld. [Rvik] 1956,
72—82.
2 Jón Jóhannesson: Islendinga saga I, 280 o. áfr.
3 Björn Sigfússon: „Full goðorð og forn og heimildir frá 12. öld.“
Saga III (1960—63), 53—65.
4 Einar Arnórsson: „Kristnitökusagan árið 1000.“ Skírnir CXV
(1941), 107.
5 Hrafns saga er ekki öll varðveitt í Sturlungu, en efnislega á hún
heima í flokki með þeim sögum, sem þar eru. Hér verður vitn-
að í Hrafns sögu i biskupasagnaútgáfunni (Biskupa sögur, gefnar
út af Hinu íslenzka Bókmentafélagi I. Kaupmannahöfn 1858),
en vísað jafnframt í Sturlungu um þau atriði, sem þar er einnig
að finna.
6 Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og
Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna II. Rvík 1946, xxii—xxxiii.