Saga - 1972, Page 61
MANNANÖFN 1 ÖRNEFNUM
59
liði í öðrum germönskum málum, en segja má, að manna-
^öfn séu í grundvallaratriðum af sömu gerð á öllu ger-
Wanska málsvæðinu.2
Til eru ýmsar sagnir úr fornöld um, að ríki, borgir og
bæir hafi hlotið nafn sitt af stofnanda eða fyrsta íbúa.
Engar öruggar heimildir eru til um meginþorra þessara
nafngifta, en engu að síður gæti í sumum tilvikum verið
Urti sannar arfsagnir að ræða. Þetta atriði hefur verið
rætt í sambandi við Landnámabók og sagnfræðilegt gildi
hennar sem heimildar um upphaf búsetu í landinu.3 Dæmi
Ulu slíka nafngiftasögu mætti nefna hér. Hún er í Micha-
els sögu, sem skrifuð var á íslenzku í síðasta lagi um 1350.
Þar segir frá ríkum manni, að nafni Garganus, í Seponto
a Italíu. Hann átti mikla hjörð, naut og sauði, svín og
Uxa á ýmsum aldri. Hann lagði undir sig fjallið Garganus
°g lét hjörðina ganga þar í góðu haglendi; „var því fjallið
kennt við nafn ríka manns“.4
Þessi saga um Garganus og fjall hans og aðrar af því
tagi gátu verið fyrirmyndir, sem Landnáma kann að hafa
haft úr erlendum ritum. En vitanlega gátu slíkar nafn-
giftasögur líka orðið til á Islandi, þar sem menn vissu
ekki með sannindum, hvernig hver byggð var fyrst numin.
^um mannanöfn í Landnámu má vafalaust skýra beint út
^rá örnefnum, t. d. Bót eftir Bótarskarði, Rönguður eftir
■hungaðarvörðu o. s. frv.5 Garganus hinn ríki gæti hæg-
iega verið búinn til eftir nafni fjallsins. Hinu er ekki að
Ueita, að menn hafa eignað sér lönd með því að nytja þau
^ E(yvind) F(jeld) Halvorsen: Personnavn. Kulturhistorisk leksi-
3 kon í°r nordisk middelalder (K. L.) XIII, d. 199.
Jakob Benediktsson í formála Islenzkra fornrita I (Islendingabók,
Landnámabók) Rvík. 1968, 1, CXLI—CXLII.
Heilagra manna sögur. Udg. af C. R. Unger, Chria 1877. I, 693. Saga
Þessi er til i styttri gerð hjá Beda, i Baselútgáfunni, tome VII,
d. 506 o. áfr. Sjá og Maríu saga, Chria 1871, 542.
Islenzk fornrit I, 186 nm.