Saga - 1972, Qupperneq 62
60
SVAVAR SIGMUNDSSON
og merkja sér með einhverjum hætti. Menn hafa slegið
eign sinni á land, og ekkert hefur þá legið nær en að kenna
það land við sjálfan fjáreigandann eða þann, sem það
hafði numið. Þannig er erfitt að neita því, að t. d. Sæ-
mundarhlíð í Skagafirði hafi verið kennd við landnáms-
mann með því nafni, og öllum gerðum Landnámabókar ber
saman um þá frásögn.6
1 Landnámu kemur á nokkrum stöðum fram beinlínis,
að örnefni séu kennd við menn, t. d. um Patreksfjörð:
„þá hét 0rlygr á Patrek byskup til landtpku sér, at hann
skyldi af hans nafni gefa þrnefni, þar sem hann tœki
land.“7 Þessi nafngiftaraðferð er ekki ný af nálinni á
dögum Landnámuhöfundar, hún hefur vafalaust verið til
frá ómunatíð, þar sem ný lönd voru numin.
Sú hugmynd, að nöfn manna hafi verið hér allveiga-
mikill þáttur í myndun örnefna, a. m. k. þeirra er snertu
bólsetu, hefur lifað fram á vora daga, ekki sízt vegna til-
vistar Landnámu og Islendingasagna og síðar þjóðsagna
(örnefnasagna). Hér verður nefndur vitnisburður um
þessa skoðun frá 16. öld, þar sem Oddur biskup Einars-
son talar um örnefni í Islandslýsingu sinni, en hún er talin
rituð 1588-89. Honum farast svo orð: „Þá gáfu þeir [o:
forfeður vorir] hverjum og einum stað ákveðið nafn, ým-
ist dregið af nafni þeirra sjálfra, ýmist hugvitsamlega og
hnyttilega búið til í tengslum við markverðan atburð eða
einhvern fyrirmann. Eru nöfn þessi enn í munni hvers
Islendings, og má með sanni segja, að varla hafi nokkurt
þeirra breytzt; fjöll og dalir, hólar og skógar, þeir sem
eftir eru, lindir og ár, stöðuvötn, lækir, árbakkar, strend-
ur og hafnir, firðir og eyjar o. s. frv. halda hinum sömu
heitum sem landnámsmenn gáfu þeim.“8
6 Sjá og um Súganda, sama rit, 229 nm.
7 Sturlubók Landnámu, Islenzk fornrit I, 52.
8 Oddur Einarsson: Islandslýsing (Qualiscunque descriptio Islan-
diae). Sveinn Pálsson sneri á islenzku. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs. Rvk. 1971, 73.