Saga - 1972, Qupperneq 63
MANNANÖFN 1 ÖRNEFNUM
61
Oddur nefnir alls ekki þann kost, að nöfn séu dregin af
náttúrueinkennum, heldur eingöngu af persónum og at-
burðum. Það er þó ljóst af öðru, að hann gerir sér mæta-
vel grein fyrir, að örnefni séu dregin af náttúrueinkenn-
Urn, þegar hann ræðir um Grænlandsnafnið (Grenland).9
Vitanlega gerir Oddur hér of mikið úr hlut mannanafna
1 örnefnum, en á hans dögum hafa verið sagðar örnefna-
sögur, sem voru þjóðsagnakyns, af ýmsum stöðum á land-
ln«. Slíkar sögur koma fyrir þegar í Landnámu og hafa
yerið að myndast alla tíð. Það kemur glögglega fram í þjóð-
sagnasöfnum síðari tíma, að þar eru sögur um mun fleiri
landnámsmenn en heimildir eru til um í fornum ritum.
^á að líkindum telja þá alla tilbúna, þó að hugsazt geti,
að arfsagnir hafi lifað um einhverja þeirra fram á 19.
öld.io
Spurningin er nú, hvort taka eigi gildar skoðanir Land-
aamu og síðari tíma manna, að mannanöfn séu veigamik-
þáttur í myndun örnefna eða hvort hafna beri þeim
skoðunum í grundvallaratriðum og að telja beri þá meg-
mþorra þeirra bæjanafna, sem til þessa hefur verið álitinn
af Wannanöfnum dreginn, myndaðan á annan hátt.
Síðarnefnda skoðunin hefur verið sett fram af prófess-
0r Þórhalli Vilmundarsyni, í fyrirlestrum í Háskóla Is-
iands og víðar, í ritinu Um sagnfræði og nýlegri grein um
-s'íaða-nöfnin.11 Hann leggur áherzlu á, að mörg örnefni,
sem bæði „geta virzt vera dregin af samheitum“, t. d.
Skálafell, Öxará og Reyðarmúli, og þau, sem „eru eða virð-
ast vera dregin af sérnöfnum“, t. d. Náttfaravík, Vest-
^annaeyj ar og Geirólfsgnúpur, séu ranglega skýrð í
Landnámu og íslenzkum fornsögum. Langflestar frásagn-
lr af því tagi hafi menn tekið trúanlegar, einkum þær sem
^ Sama rit, 73—74.
Hallfreður örn Eiríksson: Þjóðsagnir og sagnfræði. Saga VIII,
Rvk. 1970, 273—78.
Um sagnfræði. (Fjölritað sem handrit.) Rvk. 1969, einkum bls. 107.
-stad. Island. Kulturhistorisk leksikon XVI, d. 578—84.