Saga - 1972, Page 64
62
SVAVAR SIGMUNDSSON
telja örnefnin dregin af mannanöfnum. Stærsti flokkur-
inn þar sé nöfn, sem enda á -staðir, en það hafi verið
ætlun manna, að allur þorri þeirra væri af mannanöfnum
eða viðurnefnum dreginn.
Niðurstöður örnefnarannsókna sinna telur Þórhallur
þær, „að fjöldi umræddra örnefna hafi hingað til veriö
rangt skilinn, þau séu blátt áfram landslagslýsingar- eöa
náttúrunöfn.“ Út frá þessum niðurstöðum telur hann ó-
hjákvæmilegt að endurskoða alla fornsögu Islendinga og
hafa beri þar í huga þá ríku tilhneiging til að lesa manna-
nöfn út úr örnefnum, sem gætti þegar að fornu og alla
tíð síðan.
Þórhallur telur helztu afleiðingar af þessum niðurstöð-
um þær, að marga landnámsmenn og persónur í íslenzkum
fornsögum, sem hingað til hafa verið taldar sannsöguleg-
ar persónur, verði að telja ósannsögulegar eða tortryggi-
legar og að atburðalýsingar Landnámu og Islendinga-
sagna verði að telja í „miklu ríkara mæli“ en gert hefur
verið lesnar út úr örnefnum. Þá telur hann, að margt hafi
verið ranglega lesið út úr örnefnum um íslenzka atvinnu-
sögu og að mörg örnefni hafi verið ranglega tengd goða-
fræði og öðrum trúarhugmyndum.
Hér hafa verið nefnd meginatriði örnefnakenningar
Þórhalls, en til að reyna að komast í átt til niðurstöðu um
gildi og sennileik tveggja ofangreindra skoðana, náttúru-
nafnakenningar og þeirrar skoðunar, að mannanöfn eigi
drjúgan hlut í myndun örnefna, þarf að gera víðtækan
samanburð á sambandi mannanafna og örnefna í nærliggj-
andi löndum, þaðan sem landnámsmenn hafa komið, og
einnig annars staðar á norrænu málsvæði. Það verður ekki
gert hér, en freistað að draga saman nokkur atriði, sem
skýrt gætu einhverja þætti málsins.
II.
Þó að hægt sé nú að skýra frummerkingu ýmissa manna-
nafna eða síðari liða þeirra með því að draga fram efni úr