Saga - 1972, Side 66
64
SVAVAR SIGMUNDSSON
því til fyrirstöðu merkingarlega séð, að það sé kennt við
mann að nafni Mýlaugur, þó að heimildir séu ekki aðrar
til um það nafn. Það kemur merkingu ekkert við. Til voru
nöfnin Gunnlaugur og Mýrún og því þá ekki Mýlaugur.
Enginn getur útilokað, að maður hafi borið það nafn. Þess-
vegna er ekki sérstök ástæða til að halda, að nafnið hafi
verið Mýlastaðir, þó svo að orðið mýll eða mýill hafi verið
til.18 Mýla- getur alveg eins verið stytting úr Mýlaugs-.14
Það veikir að vísu skýringuna, að nafnið Mýlaugur er ekki
þekkt, en útilokar hana ekki.
Á það hefur verið bent, að sum meint mannanöfn í ís-
lenzkum örnefnum séu ekki annars staðar til. En þetta
þarf ekki að segja alla sögu. Til eru sérlega íslenzk nöfn,
sem þekkjast ekki í Noregi eða öðrum Norðurlöndum skv.
heimildum, t. d. Runólfur, Sigfús, Snorri og Vigfús. Það
er vitað, að nafnatap er mjög mikið fram til okkar daga
frá landnámstíð, einkum þegar um er að ræða sjaldgæf
nöfn. Enn eru til mannanöfn, sem hljóta að vera gömul,
þegar litið er á málsöguleg rök, en eru ekki nefnd í mið-
aldaheimildum. Eins og ísland hefur átt sín sérstöku
mannanöfn, hafa ákveðnir landshlutar í Noregi haft sín
sérkenni að þessu leyti. Þar eru Vestfold og Þelamörk sér
um nöfnin Gunnsteinn og Leiðólfur. Valdres er annað mál-
lýzkusvæði með nöfnin Kvígur, tJlfrekur og Jógeir.15
Nýmyndanir nafna eru og til frá öllum tímum. Þannig
eru séríslenzk nöfnin Jóngeir (frá 1320-30) og Kristrún
(frá 1229), en byggð á eldri hefð.16 Tilbreytni í þessum
nýmyndunum virðist vera næsta mikil. í íslenzkum forn-
bréfum koma m. a. fyrir þessi nöfn: Berghváll (Bergval-
13 Þórhallur Vilmundarson i áðurnefndu riti, 109, og -stad-grein-
inni, d. 580.
14 Finnur Jónsson: Bæjanöfn á íslandi, í Safni til sögu Islands IV,
1907—15, 413.
15 E. F. Halvorsen, áðurnefnd grein, d. 205.
16 Sama rit, d. 203.