Saga - 1972, Page 68
66
SVAVAR SIGMUNDSSON
lega verður að fara í að útiloka mannanöfn frá örnefna-
skýringum. Þau gátu verið notuð á ákveðnu tímabili og á
ákveðnu landsvæði án þess að skilja eftir sig spor nema
e. t. v. í örnefnum.
III.
Áður fyrr var álitið, að nær öll bæjanöfn með -staðir
að síðara lið (hér nefnd -síaða-nöfn) hefðu mannanöfn að
forlið. Slík bæjanöfn þóttu því gullnáma fyrir örnefna-
fræðinga, þar sem nafnvísindin litu á það sem eitt af aðal-
verkefnum sínum að safna mannanöfnum, sem varðveitt
væru í örnefnum. Því verður nú ekki neitað, að of langt
hefur verið gengið í þessu efni og hlutverk mannanafna í
-síaða-nöfnunum ofmetið. Þegar um tvennt var að velja,
mannsnafn eða annað orð, var mannsnafnið valið. Það
varð því mjög algengt, að áður óþekkt mannanöfn væru
fundin út úr örnefnum, til þess að hægt væri síðan að nota
þau við að skýra torskýrð örnefni. Þannig hefur allmargt
mannanafna komizt inn í fræðirit um örnefni og eru þar
enn mörg hver. Nú getur að vísu verið um það að ræða, að
mannsnafn sé aðeins varðveitt í örnefni, en til þess að hafa
það fyrir satt þarf sterk rök. Nafnið þarf þá að vera skásti
skýringarkosturinn af fleiri.
Af ofansögðu leiðir, að nota verður orðabækur um nafn-
fræði af mikilli varúð, s. s. Rygh21 um norsk mannanöfn
og Lind22 um vesturnorræn nöfn. Þessar bækur eru óáreið-
anlegar að því leyti sem þær byggja á efni úr örnefnum,
sem rannsóknir hafa ekki verið gerðar á, svo að treysta
megi. En þessi rit eru í sínu gildi, að því er varðar aðrar
heimildir, fornbréf o. þ. h. Eina nafnaorðabókin á Norður-
löndum, sem byggir á traustum heimildum og fyllir vís-
indakröfur, er danska nafnabókin: Danmarks gamle per-
sonnavne.23
21 Olof Rygh: Gamle personnavne i norske stedsnavne. Kria 1901-
22 E. H. Lind: Norsk-islándska dopnamn ock fingerade namn frán
medeltiden. Uppsala 1905—15. Supplementband. Oslo 1931.
23 Ritið er hér eftir skammstafað DGPN.