Saga - 1972, Page 70
68
SVAVAR SIGMUNDSSON
urstaða þessi fer mjög í bág við fyrri skoðanir um þetta
efni í Danmörku.
Þær niðurstöður, sem getið er hér að framan, þurfa þó
ekki að gilda um öll Norðurlönd. Tíðni mannanafnaforliða
í norrænu -síaða-nöfnunum virðist vera mjög breytileg og
það ekki aðeins frá landi til lands, heldur einnig frá héraði
til héraðs. 1 Svíþjóð og Danmörku virðast forliðirnir vera
að meirihluta náttúrutáknandi. Á Gotlandi eru fá bæja-
nöfn með -stade, og þar mun meira en helmingurinn vera
orð, sem ekki eru mannanöfn. Samsvarandi örnefni með
-stddar sem síðara lið hafa enn færri mannanöfn að for-
lið. 1 Norrlandi í Svíþjóð eru mannanöfn algengari í þess-
um nöfnum en í Mið-Svíþjóð, en alls ekki einráð.30
Kousgárd Sþrensen komst að þeirri niðurstöðu í bók
sinni, að hlutfall kirkjustaða meðal -síed-nafna var mun
lægra í Slésvík en annars staðar á rannsóknarsvæðinu, og
benti það til þess, að nafngerðin væri yngri þar. Það kom
heim við það, að mannanöfnin í Suður- og Norður-Slésvík
höfðu á sér blæ víkingaaldarnafna. Höf. ályktar af þessu,
að sá siður að mynda -síaða-nöfn með mannsnafni hafi
verið tíðkaður frá því ca. 500 til 800 á Skáni og dönsku
eyjunum, en í Suður-Slésvík og Hallandi síðast á þessu
tímabili. Þessi nafngiftavenja virðist síðast hafa borizt til
Norður-Slésvíkur, þar sem varla er um þessa nafngift
að ræða fyrr en á víkingaöld.31
Á Hörðalandi í Noregi hefur Hans Kuhn komizt að
þeirri niðurstöðu, að aðeins þriðja eða fjórða hvert -síaða-
nafn hafi nokkurn veginn öruggt mannsnafn að forlið.32
Sú viðtekna hugmynd, að vesturnorrænu -síaða-nöfnin
hafi nær alltaf mannsnafn að forlið, er sjálfsagt röng. En
mannanöfnin eru þó að miklum líkindum algengari í þess-
um nöfnum á vesturnorrænu málsvæði en á austurnorrænu,
30 Sama rit, 308.
31 Danske bebyggelsesnavne, 283—84.
32 Hans Kuhn: Wiistungsnamen. Beitráge zur Namenforschung. Band
15 (1964), 163.