Saga - 1972, Side 72
70
SVAVAR SIGMUNDSSON
í Skandinavíu. Mannanöfnin koma nefnilega líka fyrir í
bæjanöfnum, sem hafa náttúrutáknandi orð að síðara lið,
s. s. á, dal, ey, nes og vatn. Hér er ekki aðeins um að ræða
norskar byggðir, heldur er þetta einnig í sænskum hlut-
um Finnlands37 og í norðurhluta Norrlands í Svíþjóð.38
IV.
Lengi hefur verið talið, að skýra mætti forliði ýmissa
bæjanafna með viðurnefnum manna, og hefur þetta vafa-
laust leitt til þess, að mörg bæjanöfn, einkum -síaða-nöfn-
in, hafa verið álitin kennd við menn. Efast má um ýmsar
þessara skýringa, og sannleiksgildi Landnámu í þessu efni
hefur verið stórlega dregið í efa, þ. e. að viðurnefni þar
geti öll verið rétt. Um það skal ekki dæmt hér, því að rann-
sóknir á viðurnefnum eru erfiðar og oft er sama viður-
nefni ekki til nema á einni persónu. Athugun á viðurnefn-
um í íslenzkum og norskum fornskjölum gerir ekki mjög
tortryggileg þau viðurnefni, sem fyrir koma í fornritum
og gætu verið liðir í örnefnum. Fjölbreytnin í viðurnefnum
virðist hafa verið ákaflega mikil. Hér hefur verið gerð at-
hugun á viðurnefnum manna í fornbréfaútgáfu Árna-
nefndar, þar sem prentuð eru íslenzk frumbréf á skinni
fram til 1450. Þar eru eftirtalin viðurnefni: baggi, bakki,
buttr, cór, dekn, frosti, galli, gammr, garpr, gurpr, há-
leggr, (h)reggstaði, ke(i)kr (= kekkr?), kerling, kópi,
kögri, langr, mókollr, peis, rauðr, selbyggr, skalli, skarfr,
skart, skekr, skygn, slappi, sumarsþorp, svartr, vasi og
þrasi (sjá nafnaskrá).
Um helmingur þessara nafna gæti verið fyrri liður í
bæjanöfnum (eðabæjanöfn: bakki, sel, (h)reggstaðir), sem
enn eru til á landinu, eða hafa verið til, þ. e. bakki, frosti,
garpr, háleggr, (h)reggstaði, ke(i)kr, kerling, kópi, langr,
37 Áke Granlund: Studier över östnylandska ortnamn. (Studier i
nordisk filologi 44.) Helsingfors 1956, 38 o. áfr.
38 Gusten Widmark: Nágra ortnamn i Bygde soeken, Vásterbotten.
Namn och bygd 1959, 144 o. áfr.