Saga - 1972, Qupperneq 74
72
SVAVAR SIGMUNDSSON
gil eða Gils. Ekki hefur verið tekið tillit til síðari liða ör-
nefnanna, hvorki orðmynda né merkinga.
Til samanburðar eru tekin mannanöfn og örnefni með
sömu nöfn að forlið í Landnámu til að breikka rannsókn-
ina.43 Þó eru ekki tekin í þessum samanburði þau manna-
nöfn í Landnámu, sem aðeins eru á einurn manni, kölluð
staknöfn.
A) Fyrst eru tekin þau nöfn í fornbréfunum og Land-
námu, sem til eru í örnefnum í báðum þessum heimildum.
Einnig er borið saman við DGPN og einungis nefnd nöfn,
sem þar eru. Þessi nöfn eru: Ari, Bárður, Bessi, Björn,
Egill, Einar, Eiríkur, Eyvindur, Gautur, Geir, Grímur,
Gunnar, Gunnsteinn, Helgi, Hrafn, Hróar, Ingjaldur,
Narfi, Oddur, Ólafur, Ormur, Svertingur, Sæmundur, tJlf-
ur, Þorgeir, Þórólfur, Þorvarður, Þrándur og Örn. Alls
eru þetta 29 nöfn og eru í Landnámu borin af 3-48 per-
sónum. 14 þeirra eru til í færeyskum örnefnum.44 Ég tel
vafalaust, að örnefni, þar sem þessi nöfn koma fyrir sem
forliður, séu að langmestum hluta kennd við menn með
því nafni.
Þau nöfn önnur, sem heyra til þessum flokki, en eru
ekki í DGPN, hafa verið borin saman við Sturlungu45 og
Biskupasögur.40 Þau reynast koma þar fyrir öll og eru
þessi: Ásbjörn, Ásgeir, Guðlaugur, Gunnlaugur, Hallkell,
Höskuldur, Kolbeinn og Skíði. (Skíði kemur þó aðeins fyrir
á tveim mönnum í Sturlungu, en á einum í Biskupasögum.)
Athyglisvert er, að ekkert þessara nafna kemur fyrir í
færeyskum örnefnum. Þau virðast vera mjög séríslenzk.
43 tslenzk fornrit I 2, nafnaskrá.
44 Chr. Matras: Eitt sindur um gomul fólkanovn í staðanovnum
okkara. Varðin VIII (1928), 165—86. — Jóhan Hendrik W. Poul-
sen: Personnavneskikken i Sandoy syssel. (Ópr.).
45 Sturlunga saga. Útgef.: Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogsison
og Kristján Eidjárn. Rvk. 1946, nafnaskrá.
46 Biskupa sögur, gefnar út af Hinu ísl. bókmenntafélagi. Kmh. 1858.
I. bindi, registur.