Saga - 1972, Page 76
74
SVAVAR SIGMUNDSSON
Landnámu (mannanöfn og/eða samsvarandi örnefni) og
DGPN, koma út þessi nöfn: Ásólfur, Auðólfur, Héðinn,
Hrolleifur, Már, Signý, Sveinungur, Valþjófur, Vífill,
Þorleikur og Æsa. Þessi nöfn eru borin af 2-12 manns í
Landnámu, en af þeim eru aðeins tvö til sem fyrri liður
örnefna í Færeyjum.
Hér hefur einnig verið borið saman við Sturlungu og
Biskupasögur, þ. e. nöfnin, sem DGPN hefur ekki, og er
nú samsvörun við þessar heimildir minni. Þau nöfn, sem
borin eru saman, eru: Arnbjörg, Bolli, Hallfríður, Hall-
grímur, Hróðný, Njáll, Þorbrandur, Þórey, Þóroddur, Önd-
óttur. Af þessum 10 nöfnum koma aðeins 3 fyrir í báðum
heimildum: Hallfríður, Þórey og Þóroddur. Bolli og Hall-
grímur koma aðeins fyrir einu sinni, einnig Öndóttur, sem
er kallaður hjaltlenzkur maður. Nafnið Njáll er sem kunn-
ugt er keltneskt.48 Aðeins Bolli er af þessum nöfnum talið
koma fyrir í færeyskum örnefnum. Þorbrandur kemur
hvergi fyrir í þessum heimildum. Eins og sjá má, hafa
þessi nöfn ekki verið algeng, en athyglisvert er, að 7 af
þeim örnefnum, sem hafa nöfnin að forlið í fornbréfunum,
eru -stoða-nöfn, þar á meðal Þorbrandsstaðir. Vafasamt
er, að Þorbrandur hafi verið til sem mannsnafn, en nafn-
gerðin sjálf mælir ekki gegn því.
Þrjú örnefni eru í fornbréfunum og líka í Landnámu,
sem virðast dregin af mannanöfnum, en samsvarandi nöfn
koma þar ekki fyrir. Þessi örnefni eru Brjámslækur,
Silfrastaðir og Síreksstaðir. Fyrsta nafnið hefur verið talið
kennt við nafnið Brján (Brjám), og það er nefnt í DGPN
(Brien). Nafnið Sighrik er þar líka, og gæti það hæglega
verið forliður í Síreksstaðir. Mannsnafnið Silfri kemur
hvergi fyrir.
Þá eru tvö örnefni í bréfunum, þar sem samsvarandi
mannsnafn kemur aðeins einu sinni fyrir í Landnámu (en
48 Hermann Pálsson: Keltnesk mannanöfn i íslenzkum örnefnum.
Skírnir 1952, 202.