Saga - 1972, Qupperneq 77
MANNANÖFN I ÖRNEFNUM
75
öi’nefnið ekki). Þau eru Gauksstaðir og Steinvarartunga.
Auk þess er Galmanstunga í fornbréfum, en nafnið Gal-
man kemur ekki fyrir í Landnámu, hins vegar er þar Gal-
Wansströnd. Nafnið er í DGPN og þar talið þýzkt, og það
kemur einnig fyrir í Sturlungu. Nafnið Gaukur kemur ekki
fyrir í nefndum heimildum, en er í sumum gerðum Land-
námu, m. a. Hauksbók.49 En auðvitað er hsegt að skýra
ftafnið út frá samheitinu. Nafnið Steinvör er ekki í DGPN,
en bæði í Sturlungu og Biskupasögum.
Loks er í þessum flokki að geta örnefna, sem eingöngu
eru í fornbréfunum, en ekki í Landnámu, né heldur sam-
svarandi hugsanlegt mannsnafn í forlið. Þessi örnefni
eru; Böggustaðir, Eyhildarholt, Geirbjarnargil, Gunnfríð-
unstaðir, Hafsteinsstaðir, Ráðbarðarholt og Steinnýjar-
staðir. Tveir þessara forliða gætu verið nöfn, sem eru í
^GPN, þ. e. Geirbjörn og Ráðbarð(r). Hafsteinn kemui
°g fyrir í Sturlungu. Um forliði hinna nafnanna er allt
óvíst. Orðið *bagga er talið koma fyrir í enskum örnefnum
°g merking talin „lítið villidýr“, en út í það skal ekki farið
öánar. Einnig er til fornenskt nafn, Bacga.50 Steinnýjar-
staði væri sjálfsagt hægt að skýra út frá náttúrutáknandi
°rði með því að gera ráð fyrir afbökunum, en ekki skal
það gert hér.
D) í fjórða lagi hafa verið tekin til athugunar örnefni
* Landnámu, ef hugsanlegir forliðir þeirra koma fyiir
Sem mannanöfn þar. Nöfnin hafa verið borin saman við
fornbréfin, og koma þar ýmist fyrir sem mannanöfn (eða
viðurnefni) eða forliðir örnefna: Ásmundur, Auðunn,
Lrúni, Eilífur, Geirmundur, Gísli, Hákon, Hallsteinn,
Daukur, Hjalti, Karl, Karli, Ketill, Ófeigur, Rauður, Sig-
^undur, Skeggi, Steinn, Svartur, Uni, Þóra, Þorgils, Þór-
*r> Þormóður, Þórunn. En þau sem aftur á móti eru í
tslenzk fornrit I, 381nm.
50 Giliian Fellows Jensen: Scandinavian Personal Names in Lincoln-
shire and Yorkshire. Copenhagen 1968. (Sjá undir Baggi).