Saga - 1972, Side 78
76
SVAVAR SIGMUNDSSON
DGPN, en ekki í fornbréfunum eru: Áni, Friðleifur, Geiri,
Geirólfur, Grímólfur, Grís, Gunnólfur, Hámundur, Há-
rekur, Hildir, Hrani, Hreiðar, Ingólfur, Kolur, Ljótólfur,
Ormar, Refur, Sóti, tílfar, Vestmaður, Víkingur, Þjóð-
rekur og örlygur.
Af þessum 48 nöfnum eru 11 til í færeyskum örnefnum.
Þau koma öll fyrir á fleiri en einni persónu í Landnámu
og geta því tæplega verið tilbúin nöfn, enda sýna norræn
nöfn, að þau hafa getað verið til á Islandi á landnámstíð.
Eins og áður, eru þau nöfn, sem ekki eru til í DGPN,
borin saman við Sturlungu og Biskupasögur. Þau sem
líka eru í fornbréfunum eru þessi: Atli, Bergþór, Hall-
geir, Herjólfur, Högni, Jörundur, Kolli, Steinólfur, Söl-
mundur, Þorgerður, önundur og örnólfur. En þau sem
ekki eru í fornbréfunum, eru aðeins Áskell, Grettir og
Hjörleifur. Af þessum 15 nöfnum eru 7 til í færeyskum
örnefnum, og er það æði mikil samsvörun, sem bendir til,
að nöfnin séu ekki búin til á Islandi. Þau nöfn, sem ekki
koma fyrir í Sturlungu og Biskupasögum, eru aðeins Hall-
geir, Herjólfur og ölvir.
Nokkur nöfn til viðbótar úr þessum flokki skulu nefnd,
þar sem þau virðast aðeins hafa verið til á Islandi og í
Noregi. Hefur þar verið stuðzt við norsku nafnabækumar,
þó með ýtrustu varkárni, og þeim nöfnum sleppt, sem að-
eins voru studd örnefnarökum í Noregi. Þessi nöfn eru:
Böðvar, Hafur, Hrútur, Jórunn, Kár, Skúli, Steingrímur
og Sölvi. Þessi 8 nöfn koma öll fyrir í Sturlungu og/eða
Biskupasögum, en Hafur, Hrút og Kár vantar í fornbréfin.
E) I fimmta lagi hafa verið tekin fyrir nöfn, sem að-
eins eru borin af einum manni í Landnámu og samsvar-
andi örnefni er til þar. Þau nöfn hafa verið borin saman
við DGPN. Kemur þá í ljós, að tiltölulega lítill hluti þeirra
er til á þessu norræna málsvæði, sem sú bók nær til, eða
aðeins 10 af 45 nöfnum. Þau eru þessi: Ásgautur, Brattur,
Dýri, Goti, Haki, Jólgeir, Oddgeir, Skorri, Smiður og
Svanur. Ekkert þessara nafna er í færeyskum örnefnum.