Saga - 1972, Page 79
MANNANÖFN I ÖRNEFNUM
77
Aðeins tvö þeirra eru í fornbréfum, Sturlungu eða Biskupa-
sögum: Ásgautur og Oddgeir. Ekkert útilokar, að þessi
Qöfn hafi verið borin af íslenzkum mönnum og örnefni
gefin eftir þeim, þó að örnefni með sum þeirra að forlið
^egi að sjálfsögðu skýra á annan veg, s. s. Brattur, Dýri,
Haki, Smiður, Svanur.
Þau nöfn önnur, sem heyra til þessum flokki og verið
Ssetu forliðir örnefna, verða flest að teljast vafasöm sem
^iannanöfn.
Ekki verða leiddar líkur nema um sum þeirra, að þau
hafi verið borin af fólki, þar sem þau koma ekki fyrir með
vissu í traustum heimildaritum um norræn mannanöfn.
Hins vegar er ekki útilokað, að þau hafi verið í notkun á
einhverjum tíma á einhverjum stað. Þessi „nöfn“ eru:
Árneiður, Áshildur, Auður (kk), Bálki, Baugur, Bót, Böð-
ólfur, Eldgrímur, Faxi, Garðar, Gufa, Hafgrímur, Hólm-
kell, Holti, Hundi, Hvati, Kjölvör, Kóri, Móðólfur, Móeið-
Ur, Náttfari(?), Ósvífur, Reistur, Roðrekur, Rönguður,
Skagi, Snjallsteinn, Stafngrímur, Steinfinnur, Súgandi,
Svörfuður, Sökkólfur, Tálkni, Vékell og Þrasi.
Keltnesk nöfn eru ekki tekin með, þau sem ekki er
agreiningur um skýringar á. Aðeins eitt þessara nafna er
H1 í færeyskum örnefnum: Áshildur. 1 fornbréfunum eru
Hltvö þessara nafna, þ. e. Hafgrímur (1403) og Móðólfur
(1431), og þar er Þrasi til sem viðurnefni, Einar þrasi
(um 1392). Eitt nafnið er bæði í Sturlungu og Biskupa-
sögum, þ. e. Skagi, þó að vafasamt sé, að það liggi til
grundvallar í örnefnum, s. s. Skagafirði. Samheitið er þar
ttsertækara. Það skal tekið fram að síðustu, að svörfuður
°g tálkni eru borin sem viðurnefni í Landnámu.
Ef athuguð eru þau örnefni, þar sem framannefnd nöfn
gætu verið forliðir, kemur í ljós, að um þriðjungur þeirra
er -síaða-nöfn, en önnur bæjanöfn aðeins þrjú. Hitt eru
^áttúrunöfn með á, dalur, fjörður, gil, gnúpur, haugar,
hólmur, höfði, lækur, nes, ós, skarð og varða sem síðara
hð. Hinn álitlegi fjöldi -síacfa-nafna gæti bent til, að nöfn-