Saga - 1972, Page 82
80
SVAVAR SIGMUNDSSON
gæti staðið í sambandi við nafnorðið reist (kv), sbr. upp-
reist. f Reistará gæti legið orðið reistur (kk), sem fyrir
kemur í kenningu í Ragnarsdrápu og hefur verið skilið sem
„en der vrider sig, bugter sig“, þ. e. „ormur, slanga“
(Lexicon poeticum).
Líklegt er, að súgandi í Súgandafirði vísi til brims eða
öldusogs,55 þó að orðið komi líka fyrir sem nafn, án
tengsla við fjörðinn, þ. e. Súgandi Þórarinsson í Land-
námu. f Sturlungu er einnig nefndur Teitur Súgandason.
En viðurnefnið Hallvarður súgandi og nafnið gátu hæg-
lega orðið til í merkingunni „hinn aðsópsmikli" e. þ. h.
merkingu.
í Svarfaðardal gæti falizt orðið svarfaður, „sjö tugir“,56
þó að engin sönnun sé fyrir því. Athugun á fjölda bæja 1
Svarfaðardalshreppi árið 1842 leiðir í ljós, að þeir eru 69,
að undanteknum hjáleigum.57 Hermann Pálsson telur
hugsanlegt, að Svarfaðardalsá hafi upphaflega verið köll-
uð Svörfuð og nafnið þá flutt frá Noregi, en þar eru til
nokkrar ár með því nafni og einnig bæir, m. a. í Naumu-
dal, þaðan sem Þorsteinn svörfuður er talinn kominn.58
í Tálknafirði gæti legið orðið tálkn, og væri það þá lík-
ingarnafn við öndunarfæri fiska (svo Þórhallur Vilmund-
arson).59 Þó er hugsanlegt, að orðið tálkn sé hér í merk-
ingunni hvalskíði og sé þá kennt við hvalreka í firðinum
(sbr. Jónsbók) (AMKO). Til er Hvalvíkurnes norðanvert
við fjörðinn. Örnefnið Tálkni gæti verið yngra og þá kennt
við fjörðinn.
f bæjarnafninu Móeiðarhvoll gæti forliður verið sam-
55 Um nafnið, sjá ísl. fornrit I, 186nm, og VII, 13nm.
56 Edda Snorra Sturlusonar, udgivet . . . ved Finnur Jónsson, Kbh.
1931, 188, 9. línu, þar sem aðaltexti hefur savrvar, en svarfaðr er
lesháttur í þrem öðrum handritum.
57 Jarðatal á Islandi, með brauðalýsingum, fólkstölu i hreppum og
prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835—1845, og skýrslum um
sölu þjóðjarða á landinu. Gefið út af J. Johnsen. Kh. 1847, 289—93.
58 Rabb um örnefni, 3.
59 1 fyrirlestri í Háskóla Islands.