Saga - 1972, Blaðsíða 84
82
SVAVAR SIGMUNDSSON
þessu tagi, fleiri en heimildir hafa verið til um. Önnur
bæjanöfn, sem hafa háa hlutfallstölu mannanafna að for-
lið, ber fremur að taka með varúð sem heimild um manna-
nöfn, einkum þegar um fágæt nöfn er að ræða sem forlið.
Þar sem náttúrunöfn eru, nöfn á stórum landsvæðum,
fjörðum, fjöllum milli héraða eða nöfn í óbyggð (almenn-
ingi), sýnist fremur ætti að leita skýringa meðal náttúru-
táknandi orða, ef vafi leikur á, þó að næg dæmi séu raunar
um hið gagnstæða, s. s. Patreksfjörður, Þórðarhöfði, Gunn-
bjarnarsker og Tómasarhagi (sem er ungt nafn).
Ekki er vafi á, að Landnáma varðveitir mikinn fjölda
heimilda um landnámsmenn og nýbyggjendur, sem ekki
er ástæða til að rengja, þó að með fljóti örnefnasögur, sem
ekki hafa við mikið að styðjast. Vegna þeirra þarf ekki
að hafna Landnámu í heild sem heimild, þar sem í henni
hljóta að vera mörg lög, misgóð að heimildargildi. Bæja-
nöfnin í elztu fornbréfum koma í stórum dráttum heim
við bæjanöfn Landnámu, og þau mannanöfn, sem eru í
forlið, koma mörg hver heim við norræn nöfn í elztu
heimildum.
VII.
Til samanburðar við íslenzka landnámið skal tekið dæmi
um annað landnám á Norðurlöndum, að vísu allmiklu
yngra. Efra-Norrland í Svíþjóð byggðist að langmestu
leyti á miðöldum, frá því upp úr 1300 og áfram. Þar eru
mörg nöfn nýbýlinga enn varðveitt sem forliðir í örnefn-
um, bæði sem bólsetunöfn (s. s. Baggböle) og náttúru-
nöfn (t. d. Mickelstrásk). Einkum er bæjanafnið með
-mark að síðara lið algengt með mannsnafni.61
Þegar tekið var að skrifa jarðabækur á 16. öld á þessum
slóðum, var landnámsöldin ekki svo óralangt að baki og
61 Gösta Holm: Om personnamn i nordnorrlandska ortnamn. Person-
namnsstudier 1964. Tillágnade minnet av Ivar Modéer (1904—1960).
Anthroponymica Suecana 6.) Sth. 1965, 145.