Saga - 1972, Qupperneq 85
MANNANÖFN I ÖRNEFNUM
83
Wannanafnahefðin frá þeim tíma allvel varðveitt. Athygl-
isvert er að sjá, að mannanöfn, sem fyrir koma sem for-
liður í þorpsnafni, eru ekki svo sjaldan nöfn í skattbænda-
tölum þorpsins eða nágrannaþorps.62
Sem dæmi um þetta má taka, að í Grelsby í Kalix kemur
íyrir Olav Greson, í Sjulnas (í Pite) er Per Siurdzon, í
Gereby (í Pite) er Jon Gereson, í Hemmingsmark (í Pite)
er Önde Hemmingson, í Falmark (Skellefte, Bure) eru
Olav og Jon Falson, í Gdrdsmark (Gefflesmarc, Skellefte)
er Jacob Geffleson, og í Rosvík, sem er grannþorp Tronda-
vans í Pite, býr þá Truls Trondson.
Johan Nordlander, sem skrifað hefur um þetta,63 nefn-
ý'. að snikkarinn Petrus in Öö sé nefndur í Lule 1339. 150
arum síðar er þar til örnefnið Pedersön. Svipað er að segja
um Björsbyn og Savast í Lule. 1 sókninni eru nefndir Bero
°g Sigfastus árið 1339. Biörn swarte er í Lule 1409, en
1539 er skrifað Suarthe biörsbyn í sömu sókn. Enn má
Uefna, að mannsnafnið Hoker (eða ,,hokan“) í Hvita
(Ráne) 1409 er álitið fyrri liður í örnefninu Höxönn, sem
Ueimild er um frá árinu 1543.64
Þessi dæmi um nöfnin í sænska norðurlandinu mætti
ala í huga, þegar fjallað er um Landnámu og nöfnin þar.
Og líklega mælir dæmið um Svarta-Björn fremur með
enningu Kuhns, að nöfnin hafi verið gefin af öðrum en
andnámsmanni sjálfum.65
Aðra hliðstæðu við íslenzka landnámið og nafngjafir í
engslum við nýbyggð leyfi ég mér að nefna hér. Þar er
nærtækara dæmi að ræða, að því er varðar rúmið, þó
fjarlægara í tímanum en sænska nýbyggðin í
Hér ræðir um útþenslu byggðarinnar í Noregi
a víkingaöld. Norski sagnfræðingurinn Andreas Holmsen
efur gert grein fyrir „hinu innra landnámi" Noregs á
S Sai«a rit, 145—46.
Norrlandska samlingar, haftet 6 (1905).
Om personnamn, 146.
3 uPPhaf, 193.
110 Það sé
^orrlandi.