Saga - 1972, Side 88
86
SVAVAR SIGMUNDSSON
sig eða þeir hafa verið kenndir þeim af öðrum eða þeim
sem eftir komu. Hið sama hefur að miklum líkindum gerzt
á Islandi í stórum dráttum. Það hefur verið eðlileg að-
ferð við nafngjafir, að bæir væru kenndir við þá, sem
bjuggu þar fyrstir, og ekki síður þegar margir bæir byggð-
ust samtímis, eins og gerzt hefur við landnámið. Samband
við Noreg hefur verið náið, á meðan á landnámi stóð, og
ætla má, að nafngjafir hafi líkzt í báðum löndunum. Stund-
um hafa landnámsmenn vafalítið flutt með sér örnefni úr
Noregi, hvort sem þeir skildu merkingu þeirra eða ekki.
Slíks eru einnig dæmi úr síðari sögu, þar sem er landnám
í Vesturheimi á síðustu öld. Þar eru mörg örnefni flutt
frá heimalandinu, en önnur mynduð að íslenzkum hætti.69
Færeyjar sýna líka, að bæjanöfn þar voru oft kennd við
ábúendur, þó að heimildir þar séu yngri en um nafngiftir
á Islandi.70
Niðurstaðan af þessari athugun verður þá sú, að allur
þorri örnefna þeirra í elztu heimildum, sem gæti haft
mannsnafn að forlið, sé kenndur við menn, þar sem mikill
hluti nafnanna er til á norrænu málsvæði, og nöfnin hafa
verið notuð á Islandi, þó að þau komi ekki fyrir í austur-
norrænum heimildum. Enn vantar rannsókn á þróun
-síaðo-nafnanna, en búast má við, að allt of mikið hafi
verið gert úr mannanöfnum í forliðum þeirra. Niðurstað-
an af athugun á staknöfnum í Landnámu sýndi ekki sér-
staka fylgni milli þeirra og -síoSa-nafnanna. Staknöfnin
voru langflest í örnefnum með náttúrunafn að síðara lið.
69 Rabb um örnefni, 2. — Haraldur Bessason: Islándskan i Nord-
amerika. Sprog i Norden 1971. Ársskrift for de nordiske sprog-
nævn. V. Ortnamn, 73—74. Sjá og Isl. fornrit I, CXLI, og rit, sem
þar er vitnað til.
70 Chr. Matras segir um þetta: „Men enn eiga vit ikki sort av goml-
um norronum novnum, sum eru varðveitt mann eftir mann í ætt-
um her á landi. Og í skjolum eiga vit eisini fólkanovn, sum ikki
eru burturdeyð fyrr enn eina 200 ár herfyri ella styttri. Tó munnu
tey flestu gomlu novnini vera at finna í staðanovnum okkara." Eitt
sindur, 165.