Saga - 1972, Page 94
Eirílcur Þormóösson:
Byggð í Þtstílfuði
Formáli.
Kitsmíð sú, er hér fer á eftir, var upphaflega samin
sem ritgerð til kandídatsprófs í íslenzkum fræðum við Há-
skóla Islands veturinn 1971, en birtist hér allmjög stytt
og endurskoðuð.
Höfuðmarkmið ritgerðarinnar var að kanna þróun
byggðar í Svalbarðshreppi í Þistilfirði, allt frá því er henn-
ar sjást fyrst merki í heimildum, til 1895.
Það, sem einkum gerir efni eins og þetta forvitnilegt,
er hin mikla byggðaraukning, sem varð víða um land á
19. öld, þegar þjóðin hafði náð sér eftir hörmungar móðu-
harðindanna, unz samdráttur byggðarinnar hófst að nýju
á seinni hluta aldarinnar með versnandi árferði og Amer-
íkuferðum.
Ástæðan til þess, að Svalbarðshreppur varð fyrir valinu
í þessu skyni, er sú, að í þeim hreppi kemur þessi byggðar-
aukning á 19. öld einkar glögglega fram. Sú öld var á ýms-
an hátt mikil framfaraöld. Þá fjölgaði fólki mjög, og þar
af leiddi fyrrnefnda byggðaraukningu víðs vegar um sveit-
ir landsins, svo að óvíst er, að byggðin hafi nokkurn tíma
í sögu landsins fram að því orðið jafnmikil. Voru þá ýmist
ný svæði numin eða gömul eyðibýli tekin til ábúðar að
nýju. Þorpa- og kauptúnamyndun var þá ekki orðin slík,
að hún tæki að nokkru marki við fólksfjölguninni.
Ekki er unnt að rekja þróun byggðar í Þistilfirði með
nokkurn veginn fullri vissu fyrr en frá og með árinu 1790.
Þá var byrjað að færa hreppsbækur Svalbarðshrepps, og
verður nánar að þessu vikið síðar, er helztu heimildir
verða kynntar. Um sögu byggðar fyrir þann tíma verða
þær heimildir notaðar, sem til eru um hana og gagn má