Saga - 1972, Síða 95
BYGGÐ I ÞISTILFIRÐI
93
hafa af. Fyrir 1703 (manntal) eru heimildir allar þó strjál-
ar og ófullkomnar.
Margir veittu mér lið, meðan á samningu ritgerðarinn-
ar stóð, og er mér, að öðrum ógleymdum, efst í huga þakk-
læti til Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli í Þistil-
firði og Guðrúnar Kristjánsdóttur konu hans. Með þeirra
aðstoð gat ég tekizt á hendur ferð inn á heiðalönd Þistil-
firðinga og kannað nokkuð eyðibýli og landshætti þar um
slóðir.
I. INNGANGUR
1. örfá hugtök.
Um aldaraðir hafa býlin á Islandi skipzt í tvo flokka,
lögbýli og hjáleigur.
Lögbýli er sjálfstæð afmörkuð jörð, sem nýtur sjálf-
krafa allra gagna sinna, nema öðru vísi sé ákveðið. Hjá-
teiga er býli, sem leigt er út frá annarri jörð. Þær eru ætíð
ieigulönd, en hins vegar eru ekki öll leigulönd hjáleigur,
hjáleiga er þrengra hugtak. Hjáleiga er ávallt háð aðal-
jörðinni (heimajörðinni) og hefur ekki afskipt land nema
tún og engjar, en beitiland hefur hún óskipt með aðal-
JÖrðinni. Væri aðaljörðin leiguland, byggði ekki landsdrott-
lrin sjálfur hjáleiguna, heldur oftast leiguliðinn.
I þessari ritgerð verður sú regla viðhöfð að kalla jörð
hvert það býli, sem ber sérstakt nafn, hvort sem það er
hjáleiga eða ekki, enda má segja, að eðlismunur á lögbýli
°S hjáleigu sé ekki mikill. Urðu margar hjáleigur síðar
að lögbýlum. Hjáleigurnar voru samt alltaf smábýli, og
®ést það t. d. vel á því, að þær hjáleigur, sem lögbýli urðu
1 Þistilfirði, eru afar lágt metnar í jarðabók 1861. Hins
Vegar verða grasbýlin og þurrabúðirnar ekki talin sjálf-
stæð býli, á þeim var allt of lítill og ófullkominn búskapur,
jj' þess að slíkt sé verjandi.