Saga - 1972, Page 97
BYGGÐ I ÞISTILFIRÐI
95
þessari bók eru til nokkur afrit í Þjóðskjalasafni, gerð
arið 1639. f bókinni kerour í fyrsta skipti í íslenzkri jarða-
bók fram dýrleiki jarða, reiknaður eftir landskuldarhæð-
mni. Er hún varðveitt í dönsku sendingunni í Þjóðskjala-
safni, í kassa nr. 3 „lsland“ Suppl. II, nr. 37.
Jarðabók 1660: Hún nær aðeins yfir konungsjarðir.
Bókin er varðveitt í Þjóðskjalasafni og er þar nr. 165 í
dönsku sendingunni.
JarSabók 1686: Þetta er fyrsta íslenzka jarðabókin, sem
telur einnig með jarðir í bændaeign. Bókin er varðveitt í
Þjóðskjalasafni og er nr. 168 í dönsku sendingunni. Björn
Lárusson notar hana í doktorsriti sínu „The Old Icelandic
Land Registers“, Lund 1967, þannig að texti hennar er í
raun og veru til á prenti, þótt ekki hafi hún verið gefin út
sérstaklega.
Jarðabók 1696: Á árunum 1695-97 voru settar saman
nýjar jarðabækur. Vann Björn Lárusson upp úr þeim og
birti einnig í „The Old Icelandic Land Registers“. Þar not-
ar hann fyrir Þingeyjarsýslu handrit, sem hann nefnir
1696 A (einnig er til 1696 B og C).
JarSabók 1698: Þessi bók er varðveitt í Þjóðskjalasafni
°S er þar nr. 171 í dönsku sendingunni.
Állar þær bækur, sem nefndar hafa verið hér að framan,
eru um margt líkar. Þær greina allar frá landskuldarhæð
°S fjölda leigukúgilda, og allar greina þær dýrleikann frá
°g með jarðabók 1638. Allar telja þær aðeins lögbýli, en
Seta ekki um hjáleigur eða eyðijarðir nema jarðabókin
1692, en hún telur bæði Brekknakot og Hjálmarvík. Engar
uPplýsingar eru í þeim um fjölda ábúenda, áhöfn jarða,
lóðrunarmöguleika á heyjum og útigangi, hlunnindi og
b°sti og ókosti yfirleitt, þær eru ekki jarðalýsing, heldur
nánast jarðatal, eins og áður segir.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín var samin
a árunum 1702—14. Sú bók er svo kunn, að óþarft er að
eyða mörgum orðum að henni. Samt er bókin að því leyti
varhugaverð sem heimild, að allt, sem sagt er um fjölda