Saga - 1972, Side 99
BYGGÐ I ÞISTILFIRÐI
97
ið, sem stofnað var til á Islandi á síðari öldum. Kom út úr
því 23 binda verk í stóru broti, sem varðveitt er í Þjóð-
skjalasafni, nr. 510—32 í dönsku sendingunni. Sá hluti
hennar, sem tekur til Norður-Þingeyjarsýslu, var undir-
ritaður 1. nóv. 1805.
Árið 1847 kom út í Kaupmannahöfn „Jarðatal á Is-
landi“, unnið af Jóni Johnsen assessor. Er þar margs
konar fróðleikur saman kominn um jarðir, settur upp í
Þægilegt og aðgengilegt form. Auk þess er þar ýmis annar
hagsögulegur fróðleikur. Hins vegar er mikið af villum í
ritinu, svo að gæta verður varúðar við notkun þess.
Síðasta jarðabókin, sem hér er notuð, var löggilt árið
1861 og prentuð sama ár í Kaupmannahöfn. Jarðamatið
var framkvæmt á árunum 1849—50, en ósamræmis þótti
gæta í því, og varð langt þóf um málið, en loks var það
^öggilt fyrrnefnt ár.
I bókinni er greint frá hundraðamati jarða að fornu og
nýju. 1 sambandi við jarðamatið 1849—50 voru gerðar
Jarðalýsinga- og jarðamatsbækur, og fór matið í Sval-
harðshreppi fram 1. og 2. ágúst 1849. Þar er jörðum lýst
uokkuð.
Þá er komið að manntölum.
Fyrsta allsherjarmanntal, sem tekið var hér á landi, var
^anntal Árna Magnússonar og Páls Yídalín, er sýslu-
ftienn létu hreppstjóra taka veturinn 1702—3. 1 því er
Sreint frá nafni og aldri allra landsmanna og heimili
þeirra (flestra) tilgreint. Hagstofa Islands gaf út „Mann-
á íslandi árið 1703“, Rvík 1924—47.
Árið 1762 var tekið manntal samkvæmt konungsboði,
°g er þar ætíð getið um eigendur jarða. Þetta manntal
Var þó ákaflega misjafnlega af hendi leyst, og í sumum
Prestaköllum eru greind nöfn allra íbúa, í öðrum aðeins
Pöfn bændanna, og er því m. a. þannig farið í Svalbarðs-
hfeppi. Þar eru og taldar eyðijarðir.
Þá voru tekin nafnalaus manntöl árin 1769 og 1785.
7