Saga - 1972, Page 102
100
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
Er þau bæði að finna í Þjóðskjalasafni, hið fyrrnefnda í
dönsku sendingunni 1928, nr. 604 b, en hið síðarnefnda í
sömu sendingu, nr. 605 a. Hvorugt þeirra nefnir nokkrar ,
jarðir, hið síðara greinir aðeins fjölda byggðra jarða og
óbyggðra 1785. í sóknarmannatali 1772 er greindur fjöldi
sóknarmanna, en ekki verður séð, hvaða jarðir voru í
byggð það ár.
1 öllum þeim manntölum, sem hér eftir verða talin, eru
greind nöfn og heimili allra landsmanna. Hið fyrsta er
frá 1801, annað frá 1816. Frá og með 1835 voru tekin
manntöl á fimm ára fresti til 1860, en eftir það á tíu ára
fresti, þó með þeirri undantekningu, að það var ekki tek-
ið 1900, heldur 1901. Því miður er manntalið 1870 yfir
Þingeyjarsýslu glatað, en nokkur bót er þó að því, að
mannfjöldatölur þaðan eru varðveittar, prentaðar m. a.
í Skýrslum um landshagi V, 265—6.
Allar þær heimildir frá og með manntalinu 1703, sem
nefndar hafa verið í þessu yfirliti hér að framan og telja >
upp allar byggöar jarðir í Þistilfiröi í einu, eru notaðar
sem höfuðheimildir, að undanteknu Jarðatali Johnsens og
Nýrri jarðabók 1861. Eru bæði yfirlitstaflan (tafla nr. I) og
línurit II, jarðir og býli, miðuð við þær. Þar sem þróun
byggðar í Þistilfirði þykir mjög athyglisverð, frá því er
lýkur fyrsta fjórðungi 19. aldar og fram undir aldamót
1900, þótti rétt að sýna á yfirlits- og samanburðartöflunni
fjölda byggðra jarða og býla á fimm ára fresti frá 1825—
1895. Eins og ljóst er af greinargerðinni fyrir manntöl-
unum hér á undan, vantar töluvert upp á, að þau séu til á
fimm ára fresti fyrrgreint tímabil. Þegar manntöl vant-
aði, var miðað við hreppsbækur, svo lengi sem slíkt var
unnt, en þar eð þær þrýtur 1874, urðu þær ekki notaðar
lengur en til 1870. Þó varð að gera þá undantekningu að >
nota manntalsbók fyrir árið 1830, þar sem hreppsbók þess
árs er ekki til. Þegar hvorki voru til manntöl né hrepps-
bækur, var stuðzt við manntalsbækur sýslunnar. Á fyrr-
nefndri töflu voru því notaðar hreppsbækur árin 1825,
i