Saga - 1972, Side 103
BYGGÐ 1 ÞISTILFIRÐI
101
1865 og 1870, en manntalsbækur árin 1830, 1875, 1885 og
1895.
Hreppsbækur og manntalsbækur eru höfuðheimildir um
byggð á hverri jörð frá ári til árs á seinasta áratug 18.
aldar og alla 19. öld. I hreppsbókunum eru greind nöfn og
heimili allra bænda og annarra, sem guldu í hreppssjóð.
Var fært inn í þær á haustin, og eru hreppsbækur Sval-
barðshrepps yfirleitt undirritaðar í október. Þær sýna því
búsetu manna um haust. Einnig var bústofn manna eins
°g hann var í fardögum færður inn í hreppsbækumar, en
hreppstjórar Svalbarðshrepps hafa verið trassafengnir í
þeim efnum, og eru bækur, sem sýna búsetu bæði um vor
°g haust, aðeins til yfir 10 ára tímabil, 1864—74.
1 manntalsbækurnar færðu sýslumenn nöfn og heimili
bænda og annarra skattgreiðenda ásamt tilgreindri tíund
°g skatti hvers um sig. Fært var inn í þær að loknum mann-
talsþingum á vorin, og eiga þær ætíð við næsta fardagaár
á undan og sýna þar af leiðandi, hvaða jarðir voru í byggð
það fardagaár.
Hafi tiltekin jörð byggzt upp í fardögum 1850, kemur
hún fyrst fram í hreppsbók 1850 (um haust), en í mann-
talsbók ekki fyrr en 1851. Ef sama jörð hefur farið í eyði
1 fardögum 1855, er hún nefnd í hreppsbók síðast 1854,
en í manntalsbók síðast 1855.
Hreppsbækur Svalbarðshrepps eru til samfellt frá 1790
til 1874 að undanteknum árunum 1804 og 1830, og þær eru
ófullkomnar árin 1813, 1814 og 1832, einkum fyrst talda
áHð. Síðasta undirritunin er 13. júlí 1874, og þrýtur þær
því um vor það ár.
Manntalsbækur Norður-Þingeyjarsýslu eru til samfellt
frá 1797 til 1899, að undanteknu árinu 1856, en það ár er
^ðeins varðveitt manntalsbókin yfir Sauðaneshrepp, einn-
i^ er til manntalsbók 1789 og smábrot frá 1788, en að því
broti varð þó ekkert gagn hér.
Lokamörk þessarar ritgerðar voru sett við árið 1895.
Lrðu þá að ýmsu leyti þáttaskil í byggðarþróuninni. Þá
á J t kureyrÍ