Saga - 1972, Síða 105
BYGGÐ í ÞISTILFIRÐI
103
þar fyrir austan Sandá, lengsta áin í Þistilfirði. Þá kemur
Hölkná, en austast er Hafralónsá, sem skilur lönd Þistil-
fjarðar og Sauðaneshrepps.
Verður nú getið ýmissa svæða sveitarinnar, sem tak-
markast af ám og f jöllum, en það er einkum á tveim þeirra,
Álandstungu ásamt Búrfellsheiði, og Seljaheiði, sem bein-
hnis er hægt að tala um heiðabyggðir.
Nyrsta og vestasta svæðið heitir Afrétt. Vestan hennar
°g áfram til suðurs er Seljaheiði, og þar eru fimm eyði-
býli til vitnis um, að mönnum hefur litizt búsældarlegt í
heiðinni. Garðsheiði er næst sunnan Seljaheiðar og nær
suður að sveitarmörkum milli Svalbarðsár að austan og
hreppsmarkanna að vestan. Eitt eyðibýli er í Garðsheiði.
Næst austan Garðsheiðar er Búrfellsheiði, sem marg-
rómuð er fyrir gróðursæld.
Álandstunga heitir svæðið milli Sandár að vestan og
Hölknár að austan. Hún er ákaflega grösug eins og Búr-
fellsheiði og tilvalið sauðfjárland. Mörg eyðibýli eru á
Álandstungu. Næsta afréttarland austan Álandstungu er
Dalsheiði, og er ekki vitað til, að nein byggð hafi verið þar.
Austasta afréttarland Þistilfirðinga er Hvammsheiði, og
er vitað um eitt býli, sem þar var.
Um afréttarlönd Þistilfirðinga farast Jóhannesi Árna-
syni á Gunnarsstöðum svo orð:
„Inn af Þistilfirði liggja víðáttumikil, grösug og
gróðurrík afréttarlönd, svo að óvíða á landi hér munu
þau betri. I afréttum þessum er mikið af mýrlendi, og
skiptast þar á smágresishöll og mýrarflóar með ljósa-
lykkju og starargróðri, hin ágætustu slægjulönd. Á milli
eru brekkur og hjallar með valllendi og fjölgresi svo
wiklu, að unun er á að horfa. En í þessari miklu víðáttu
getur sauðkindin valið úr það gómsætasta og kjarn-
mesta. Afréttin á það skilið að vera nefnd gullnáma
sauðf j árræktarbóndans".1
1 Göngur og réttir III, 281.