Saga - 1972, Page 108
106
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
undantekinni lítilli kópaveiði. Annars finnst þess ekki
getið í heimildum, að nein veruleg búbót hafi verið að sel-
veiði.
Um veiði í ám og vötnum gegnir aftur á móti öðru máli.
Sumar árnar í Þistilfirði eru laxgengar,10 og nægur sil-
ungur er í ám og vötnum.
En aðalhlunnindi Þistilfirðinga auk veiði í ám og vötn-
um, þ. e. a. s. þeirra, sem land áttu að sjó, hefur þó vafa-
laust verið rekinn, sem oft hefur verið allmikill. Má víða
sjá þess vott í heimildum. Benda má á, að bæði Hólastað-
ur og Möðruvallaklaustur, auk kirkjustaðanna Grenjaðar-
staða og Múla, áttu ítök í ýmsum rekum fyrir botni Þistil-
fjarðar* 11 og hefðu varla hirt um að eignast þau, ef ekki
hefði verið eftir einhverju að slægjast.
Grasatekja mun hafa verið til nokkurra hagsbóta.12
Ekki geta heimildir þess, að menn hafi haft neins konar
tekjur eða hlunnindi af fugli.
Mikil umskipti til hins betra hljóta að hafa orðið í verzl-
unarmálum Þistilfirðinga með tilkomu fastra verzlana á
Raufarhöfn og Þórshöfn. Raufarhöfn varð löggiltur verzl-
unarstaður 1836, en Þórshöfn 1846.13 Áður höfðu þeir
aðallega orðið að verzla á Vopnafirði. 1 bændatalinu 1735
kemur fram, að allir bændur í Þistilfirði sóttu verzlun til
Vopnafjarðar. Þangað er ekki undir 50 km vegalengd frá
Hvammi, austasta bæ í Þistilfirði. Einnig munu þeir hafa
verzlað lítils háttar á Húsavík.
10 Lýsing II, 151.
11 DI II, 306—7, 312—13, 432—33 og 434.
12 Sjá t. d. OlaviusOecReise II, 377, jarðab. 1805 og jarðab. 1712.
13 Lýsing II, 142 og 211.