Saga - 1972, Page 110
108
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
III. BYGGÐARÞRÓUN14
A. Yfirlit.
Fyrir 1708:
Manntalið 1703 er fyrsta heimildin, sem nafngreinir
allar byggðar jarðir í Þistilfirði.
Eina heimildin fyrir manntal 1703, sem veitir einhverj-
ar upplýsingar um fjölda byggðra jarða ákveðið ár, er
Pétursmáldagi frá 1394 og síðar, en þar segir, að kirkju
á Svalbarði sé goldinn hey- og ljóstollur af tólf bæjum.15
Með Svalbarði hafa því jarðir í byggð um þetta leyti ver-
ið a. m. k. þrettán.
Byggðar jarðir í Þistilfirði virðast hafa verið öllu fleiri
á seinni hluta 17. aldar, allt fram undir aldamót 1700,
en þær urðu lengi síðar. Sýnist ekki fjarri lagi að ætla
jafnvel um eða yfir 20 jarðir í byggð kringum 1690. Má
nokkuð ráða þetta af þeim upplýsingum, sem jarðabók
1712 veitir um það, hvenær jarðir hafa farið í eyði, en
samkvæmt henni voru þær fjölmargar á síðustu áratug-
um og einkum seinasta áratug 17. aldar.
Þriðji fjórðungur 17. aldar var oftast hagstæður með
tilliti til árferðis, en seinasta fjórðung aldarinnar voru
14 Athygli skal vakin á eftirtöldum skammstöfunum í þessum kafla:
H: Hreppsbók
M: Manntalsbók
P: Prestsþjónustubók
S: Sóknarmannatal
Þá ber að geta þess, að í samanburðartöflum i þessum kafla, er
miðað við hreppaskiptinguna eins og hún er nú, sé ekki annað
tekið fram. Með konunglegri tilskipun 17. febr. 1841 var svonefnd-
ur Eystrihreppur, sem áður tilheyrði Múlasýslu, sameinaður Sauða-
neshreppi, sbr. Lovs. for Isl. 12. b., 18—19. Fjallahreppur var skilinn
frá Skinnastaðahreppi 1893, sbr. Lýsing II, 56. Sjá um þetta efni
einnig Lýsing II, 142 og 179, JJohnJarðat, 345, stjörnum. nmgr.,
og 347.
15 DI III, 589.