Saga - 1972, Side 111
BYGGÐ 1 ÞISTILFIRÐI
109
yfirleitt mikil harðindi. Árið 1674 var einkar hart, en
eftir það var bærilegt árferði til 1685, en síðan voru nærri
á hverju ári harðindi og hafísar út öldina.10
Samkvæmt jarðabók 1712 fóru Kúðársel, Fremra-Áland
°g Torfuvík í eyði um eða upp undir 40 árum fyrir 1712.
Tvær fyrrnefndu jarðirnar byggðust að vísu upp á ný eitt
til tvö ár á tíunda tug aldarinnar. Þá hafa Barð og Þýfi
farið í eyði um 1692 samkvæmt sömu heimild, en Borgir,
Brekknakot, Hjálmarvík og Flaga 1696 eða 1697. Loks
hefur Flautafell farið í eyði um 1700. Hafa nú verið taldar
tíu jarðir, sem ljóst er, að hafa farið í eyði í harðindum
síðustu ára 17. aldar, Torfuvík þó alllöngu fyrr. Taka ber
eftir, að þær voru allar hjáleigur nema Flautafell.
1703—1785:
Athyglisvert er, að bólan 1707—8 hefur ekki haft nein
teljandi áhrif á byggð í Þistilfirði. Lagðist aðeins ein jörð
1 eyði þar 1708 af völdum bólunnar, Sjóarland, sem byggð-
tst upp aftur þrem árum síðar,17 svo að sú jörð kemur
fram á yfirlitstöflunni (töflu I) bæði árið 1703 og 1712.
Krossavík fór ekki í eyði fyrr en 1710.18 Þó er talið, að á
ellu landinu hafi um 18 þúsundir manna dáið af völdum
bólunnar 1707—8 og hafi það verið meira en þriðjungur
allra landsmanna.19 Lögðust þá fjölmargar jarðir og flest-
ar hjáleigur í eyði. Ef litið er á yfirlitstöfluna og línuritið
frá 1703 til 1762, virðast samkvæmt þeim strjálu heimild-
Urn, sem fyrir liggja, engar stórbreytingar hafa orðið á
kyggðinni á þeim tíma. Samkvæmt töflunni virðast jarðir
yfirleitt hafa verið u. þ. b. 13—17 og býli 14—19. Þótt ein
°S ein jörð kunni að hafa byggzt upp um tíma, er ljóst, að
slík byggð hefur aldrei orðið verulega langæ, hún hlyti þá
að koma fram á töflunni.
16 ÞTHLýsing II, 383.
AMJarðab XI, 356.
18 Sama rit, 354.
19 ÞTHÁrferði, 121.