Saga - 1972, Page 112
110
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
Ef litið er yfir árferðisannála frá 1700 til 1762, kemur
í ljós, að eftir bóluna var árferði oftast gott, stundum ár-
gæzka um langt árabil, þangað til dró fram undir miðja
öldina, að aftur fór mjög að harðna í ári. 1751 voru mikil
harðindi í Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu, og héldust
gífurleg harðindi til 1758, komu þá hafísar á hverju ári.20
Milli manntalanna 1703 og 1769 er tvær heimildir að
finna um mannfjölda í Þistilfirði. Er önnur þeirra sóknar-
mannatal 1748, þar sem íbúar eru sagðir 116, og er fjölg-
unin frá 1703, þ. e. á 45 árum, aðeins 13 manns eða 12.6%,
enda hafði t. d. stóra bóla geisað.
Hin heimildin er manntalið 1762, og þar eru íbúarnir
sagðir aðeins 86, en þá ber þó að gæta þess, að Svalbarð
er ekki meðtalið, svo að þeir munu hafa verið nokkru fleiri.
Þó er ljóst, að töluverð mannfækkun hefur orðið, enda
voru á árunum 1751—58 gríðarleg harðindi hér á landi
sem áður segir, og dó þá fjöldi manna úr harðrétti. Telur
Hannes Finnsson, að 1752—59 hafi dáið 9744 manns.21
Árið 1769 voru íbúar hreppsins orðnir 124. Hefur þeim
því fjölgað nokkuð frá 1762, og það kemur vel heim við
það, að á árunum 1760—70 var árferði yfirleitt gott nema
árið 1766, sem var mikið harðindaár.22 En sérstaklega
er getið mikillar árgæzku 1760, 1762, 1763 og 1768.23
Árið 1772 voru íbúar hreppsins 119 (S) og hafði þá
fækkað um 5 frá 1769, eða 4%.
Af framangreindu yfirliti sést, að á tímabilinu 1703—62
hafa farið saman fremur litlar sveiflur á mannfjölda og
nokkuð jafn fjöldi byggðra jarða og býla.
En á tímabilinu 1762 til móðuharðinda virðist koma all-
mikill kippur í byggðina í Þistilfirði, svo að byggðar jarðir
hafa laust fyrir eða í upphafi harðindanna líklega verið
20 ÞTHLýsing II, 385—86.
21 HFMannfæckun, 114.
22 ÞTHÁrferði, 161—69.
23 ÞTHLýsing II, 386.