Saga - 1972, Síða 113
BYGGÐ I ÞISTILFIRÐI
111
ámóta margar og sennilegt er, aS þær hafi verið á seinustu
áratugum 17. aldar.
Hannes Finnsson segir í ritgerð sinni „Um Mannfæckun
af Hallærum á Islandi“, sem birtist í ritum Lærdómslista-
félagsins, XIV, Khöfn 1796, að frá 1758 til 1777 hafi engin
hallærisár verið, sem ráða megi af því, að þótt bæði gengi
þá bóla yfir landið og sjúkdómar á sauðfé í þremur stærstu
fjórðungum landsins, hafi samt á þeim árum fæðzt nær
því 7300 umfram þá, sem dóu, svo að fólkið hafi þá verið
orðið nokkru fleira en fyrir harðindin 1751—58, jafnt því
sem var 1703, og langtum fleira en nokkru sinni hafði
verið síðan í stóru bólu 1707. Þó hafi einstöku ár verið
hörð á þessu tímabili, en þau ekki orðið að hallærum eða
Valdið mannfelli.24
En á árunum 1762—79 gekk yfir einhver mesti bölvald-
Ur sauðfjárræktarinnar, sem komið hefur, þ. e. a. s. fjár-
kláðinn fyrri. Hins vegar náði hann aldrei austur fyrir
Jökulsá á Sólheimasandi né Skjálfandafljót, þannig að
^estur hluti Þingeyjarsýslu hefur sloppið við hann. Talið
er» að alls hafi um 279000 fjár farizt í þessu kláðafári.25
Það virðist því nokkuð ljóst, að ástandið í norðaustur-
héruðum landsins hefur verið með sæmilegasta móti frá
!758 til 1777, en úr því fór aftur að versna.
Hannes Finnsson segir við árið 1784, er hann er að lýsa
^óðuharðindunum, í sömu ritgerð og vitnað hefur verið
hér að framan: „I Þistilfirdi vóru af 20 býlum ordnir
eptir 4 búsitiandi.“26 Jón Espólín segir þannig frá þessu:
” • • . en fjórir bændr héldust eptir vid bú í Þistilfirdi af
20 . . /<2 7 Trúlegast þykir mér, að hann hafi haft Hannes
fyrir heimildarmann að þessu.
í manntalinu 1785 greinir frá því, að í Þistilfirði séu 10
24 Tilv. rit, 115.
25 SSigBúnafSarhagir, 327.
6 HFMannfæckun, 138.
27 JEspIslÁrb XI, 42.