Saga - 1972, Side 114
112
EIRlKUR ÞORMÖÐSSON
jarðir byggðar, en 11 óbyggðar. Langeðlilegast er að skilja
það svo, að þessar 11 jarðir hafi verið í byggð í manna
minnum, en séu ekki eyðijarðir, sem verið hafi í eyði frá
ómunatíð, eins og líklegt er, að t. d. Bægistaðir og Hafurs-
staðir hafi verið. Má raunar telja líklegt, að flestar hafi
þær farið í eyði í móðuharðindunum eða harðindunum þar
fyrir. Sé þessi skoðun rétt, er ljóst, að byggðar jarðir í
Þistilfirði fyrir móðuharðindin eða í upphafi þeirra hafa
verið 21, og kemur það nokkuð heim við tölu Hannesar
Finnssonar, 20. Hygg ég, að hægt sé að sýna fram á, að
talan 21 geti staðizt. Telja verður líklegt, að allar þær 14
jarðir, sem í byggð voru 1762, hafi einnig verið það uffl
það leyti sem móðuharðindin skullu á eða a. m. k. skömmu
fyrir (m. a. Bangsakot), og auk þess Garður og Flautafell.
Eru þá komnar 16 jarðir, sem sennilegt er, að byggðar
hafi verið í upphafi móðuharðinda eða skömmu fyrr. Baga-
legt er, hve heimildir eru ófullkomnar um þetta leyti. Að
vísu er til jarðabók stólanna, kirkju og konungs frá 1781,
þar sem taldar eru upp Hólastólsjarðirnar fimm, þ. e.
Hvammur, Dalur, Áland, Garður og Krossavík, konungs-
jarðir þær, sem liggja undir Munkaþverárklaustur, þ. e.
Ormarslón og Flautafell, Möðruvallaklaustursjörðin Gunn-
arsstaðir og kirkjujarðirnar Sjóarland og Svalbarð, ásamt
þess jörðum, þ. e. Hjálmarvík, Hermundarfelli og Brekku
(Brekknakoti). Þá lét Ólafur Jónsson prestur á Svalbarði
byggja upp fimm hjáleigur kirkjunnar einhvern tíma milli
1762 og 1776, og voru það Kúðársel, Svalbarðssel, Flaga,
Hjálmarvík og Brekknakot.28
Hafa nú verið taldar upp 21 jörð, sem telja má líklegt,
að byggðar hafi verið um það leyti, sem móðuharðindin
28 OlaviusOecReise II, 392 og Skiptabklerka 1768—99. Athugandi er, að
í síöari heimildinni er ein jarðanna, Brekknakot, að visu ekki nefnd,
en vegna ummæla Olaviusar, sem var á ferð á þessum slóðum 10 ár-
um áður en afhendingargjörð sú, er frá segir í Skiptabókinni, fór
fram, er freistandi að álykta, að jörðin hafi aðeins af gleymsku
fallið niður.