Saga - 1972, Side 116
114
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
Þá er athugandi, hvort unnt er að komast að því, hvaða
11 jarðir hafi farið í eyði í móðuharðindunum eða þar um
bil og þá hverjar 10 hafi haldizt í byggð. Um fimm þeirra
er hægt að segja með nokkurn veginn fullri vissu, að þá
hafi lagzt í eyði, þ. e. Brekknakot, Flögu, Hjálmarvík,
Kúðársel og Svalbarðssel. Þá tel ég alveg vafalaust, að
Bangsakot hafi fallið úr byggð í harðindunum, a. m. k.
sem býli með sérstöku nafni, alla vega kemur það hvergi
fyrir í heimildum eftir það. Einnig hygg ég vafalaust, að
Hvammur og Garður hafi þá lagzt í eyði, því að Hvamms
er ekki aftur getið fyrr en í H 1797 og Garðs í H 1796. Þær
þrjár jarðir, sem vantar upp á, finnst mér sennilegast,
að séu Krossavík, Borgir og Vellir, því að þeirra er ekki
getið í M 1789. Krossavík og Vellir eru taldar í H 1790,
en Borgir ekki fyrr en í H 1791.
Þó að Laxárdalur sé ekki talinn í M 1789, er hann
nefndur fyrr, í P 1786. Raunar er það svo með fleiri jarðir,
að þær koma fyrir í heimildum eftir móðuharðindin fyrr
en í M 1789. Laxárdalur hefur því sjálfsagt haldizt í byggð
í sjálfum móðuharðindunum, þótt vera megi, að orsaka
þess, að byggð lagðist þar niður í bili, sé að leita til þeirra.
Verður litið svo á hér, að þær 11 jarðir, sem hafa farið í
eyði í móðuharðindunum, séu: Brekknakot, Flaga, Hjálm-
arvík, Kúðá, Svalbarðssel, Bangsakot, Hvammur, Garður
og Krossavík, Borgir og Vellir.
Þessar 10 jarðir verða taldar hafa haldizt í byggð i
móðuharðindunum: Ormarslón, Sveinungsvík, Kollavík,
Sjóarland, Hermundarfell, Svalbarð, Ytra-Áland, Laxár-
dalur, Gunnarsstaðir og Flautafell.
1785—1861:
Með móðuharðindunum lauk einhverju mesta áfalli, sem
yfir landið hefur dunið. Tók nú þjóðin aftur að rétta úr
kútnum og náði sér furðufljótt á réttan kjöl á ný. Bar
ýmislegt til. Enda þótt árferði væri fremur stirt fram til