Saga - 1972, Page 117
BYGGÐ I ÞISTILFIRÐI 115
aldamóta, einkum í norðausturhéruðunum, fjölgaði fólki
°g fénaði furðulega ört.
Árið 1787 var verzlunin gefin frjáls öllum þegnum
Danakonungs, eins og alkunna er, og átti hagstætt verzl-
unarárferði næstu árin eftir afnám verzlunareinokunar-
innar drjúgan þátt í, að hagur landsmanna batnaði og
þjóðin rétti við að nýju.
Þá er eitt atriði, sem áreiðanlega hefur átt þátt í við-
reisn landsins á þessum tímum og bættum hag manna, en
það var sala stólsjarðanna. Mestur hluti Skálholtsstóls-
jarða var seldur á árunum 1785—91 undir umsjá Magnús-
ar Stephensen, en síðar héldu sýslumenn sölunni áfram.30
Sala Hólastólsjarða hófst 1802, og gekk sú sala mjög greið-
lega.si
Með þessu jókst tala sjálfseignarbænda, en áður hafði
uiestur hluti bænda verið leiguliðar.
Á töflu I og línuriti II kemur mjög glöggt í ljós, hver
áhrif hið almennt batnandi ástand í landinu hefur m. a.
haft á þróun byggðar í Þistilfirði frá 1789 til 1801, þar
sem jörðum hefur fjölgað um sex og býlum um tíu. Og frá
1785 til 1801 hefur íbúum fjölgað um 68 eða hvorki meira
né minna en 194.3%.
Fyrstu þrjú ár 19. aldar voru mikil harðindaár, og
ftbklir ísar lögðust að landinu 1801 og einkum 1802.32 Vell-
ir 0g Plautafell féllu úr byggð 1803, og má e. t. v. rekja
Það til þessara harðæra, að þær jarðir voru ekki byggðar
UPP að nýju fyrr en 1805 (H, M), en ekki þegar 1804,
Þótt árferði væri bærilegt árin 1804—6. Árið 1807 var
hins vegar hið mesta harðinda- og ísaár, en næstu ár þar
á eftir bærileg, nema helzt 1811 og 1812. Isar voru litlir
Þessi ár, og árin 1809, 1810, 1813 og 1814 m. a. s. alveg
lsalaus.33 Enda þótt árferði væri sæmilegt næstu ár eftir
30 Sagatsl. VII, 162.
31 Sama rit, 162 og 165.
2 ÞTHÁrferði, 197—204 og 357.
33 Sama rit, 20fr—16 og 357.